Wideroe námskeið Bodo

Nú er ég staddur í Bodo norður Noregi. Hér er hvasst alla daga og sólarljós í 3 tíma. Ekki alveg Mallorka en allt að því. Ég er byrjaður á Dash 8 100/300 námskeiði og eru allar aðstæður til fyrirmyndar. Við erum 9 á námskeiðinu með misjafnan bakgrunn. 7 Norðmenn, 2 Svíar og ég. Norðmennirnir eru svo uppteknir við að gera grín af Svíunum að ég hef ekki fengið neina kreppubrandara lengi. Annars er meiriháttar stemning í hópnum og allt saman gott fólk.

Við erum byrjuð á CBT prógrammi og er kennslan afar ítarleg og góð. Hefði engar áhyggjur ef ég kynni líka norsku en það kemur allt. Allt er borgað undir okkur og fór hitt liðið meiraaðsegja heim núna um helgina á kostnað Wideroe. Verð því einn hérna helgina enda aðeins lengra fyrir mig heim. Þegar mér verður hugsað til heimahagana skelli ég mér bara í ullarpeysu, fer í ullarsokka, hengi íslenska fánann uppá vegg og fæ mér harðfisk (valdi það til að taka með mér sem luxury item eins og í survivor, valdi milli þess og lýsisGrin).

1 week down and 5 weeks to go. Nú er bara að standa sig og halda áfram að lesa.

Kveðjur á klakann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Gó Nonni! BújaBúja!

Höskuldur Sæmundsson, 24.1.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband