Aftur til Genf

Jæja, þá er maður kominn aftur til Genf og það í 3 vikur í þetta skiptið. Ég er búinn með grunnþjálfun og lendingar og bíð núna eftir þvi að komast í flug. Það er gerist ekki fyrr en 3.maí. Til að byrja með verður maður undir verndarvæng sérstakra þjálfunarflugstjóra en eftir það verður maður einn af liðinu.

Ég er búinn að flakka til Tromsö, Bodö, Osló og svo Genf síðan síðast. Ég fór til Tromsö strax eftir prófið i flugherminum sem ég tók með trompi. Planið var að finna íbúð, tala við banka og þessháttar. Koma sér fyrir þrátt fyrir þó að ég byrjaði ekki fyrr en í maí. Ég náði að finna mér herbergi í húsi sem margir Wideroe starfsmenn búa í. Mjög fínt og eigandinn er gamall kapteinn. Eldhress náungi sem hugsar eins og 18 ára unglingur, kellingar, bjór og peningar. Gaman að ræða við hann. Hitti mjög mikið af fínu fólki. Nær allir sem ég hitti voru afar vingjarnlegir og allir tilbúnir að hjálpa. T.d. var einn flugmaður búinn að hafa samband af fyrra bragði og tilbúinn að aðstoða mig með hvað sem er þegar ég kæmi. Ég hafði samband við hann þegar ég lenti. Hann sótti mig á sínum bíl, keyrði mig á hótelið, ég tékkaði mig inn og svo fékk ég 4 klst guide túr um alla Tromsö. Hann sýndi mér allt. Bara af því að við erum vinnufélagar. Mjög næs náungi. Svona er viðhorfið hjá nær öllum í Wideroe. Vinnuumhverfið er frábært. Allir í góðu skapi. Draumavinnan.

Nú er ég annars í Genf og veit ekkert hvað ég á af mér að gera. Tengdó eru að koma yfir páskana og verður það fínt. Eldhress bæði. En svo á ég 2 vikur eftir það!!! Hvað á maður að gera við allan þennan tíma? Oh well, kannski drekka te úti á svölum í 20 stiga hita á meðan maður dáist af útsýninu yfir alpana. Sjáum til.

Hitakveðjur frá Genf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flugmaðurinn er týpískur Norðmaður Nonni minn, gestrisnasta fólk í heimi (a.m.k. norðurhveli)

Kolbrún (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 497

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband