Norðmenn

Hvað er þetta með Norðmenn. Af hverju eru einu íþróttirnar sem þeir sýna í sjónvarpinu eru gönguskíði og skautahlaup??? Ekki að sjá áhugaverða vinkilinn á þessum íþróttum.

Þeir borða kvöldmat milli 16 og 18 á daginn og vöfflur eiga alltaf við í öllum máltíðum. Er bara voða lítið svangur á þessum tímum. Annars er Wideroe með samning við nokkra veitingastaði hérna í bænum sem gefur okkur góðan prís á mat. Gott mál.

Forkeppni norska júrovisjon hérna í  Bodo í kvöld. Var mikið hugsað til Stínu systir og Bjössa mágs þegar ég frétti þetta. Held ég verði heima. Þau hefðu skellt sér. Mér varð líka mikið hugsað til Bogju systir og pabba þegar ég fann Solo appelsin hérna í búð. Þeir hafa greinilega haldið áfram að framleiða það siðan 1972. Bragðast alveg ágætlega.


Wideroe námskeið Bodo

Nú er ég staddur í Bodo norður Noregi. Hér er hvasst alla daga og sólarljós í 3 tíma. Ekki alveg Mallorka en allt að því. Ég er byrjaður á Dash 8 100/300 námskeiði og eru allar aðstæður til fyrirmyndar. Við erum 9 á námskeiðinu með misjafnan bakgrunn. 7 Norðmenn, 2 Svíar og ég. Norðmennirnir eru svo uppteknir við að gera grín af Svíunum að ég hef ekki fengið neina kreppubrandara lengi. Annars er meiriháttar stemning í hópnum og allt saman gott fólk.

Við erum byrjuð á CBT prógrammi og er kennslan afar ítarleg og góð. Hefði engar áhyggjur ef ég kynni líka norsku en það kemur allt. Allt er borgað undir okkur og fór hitt liðið meiraaðsegja heim núna um helgina á kostnað Wideroe. Verð því einn hérna helgina enda aðeins lengra fyrir mig heim. Þegar mér verður hugsað til heimahagana skelli ég mér bara í ullarpeysu, fer í ullarsokka, hengi íslenska fánann uppá vegg og fæ mér harðfisk (valdi það til að taka með mér sem luxury item eins og í survivor, valdi milli þess og lýsisGrin).

1 week down and 5 weeks to go. Nú er bara að standa sig og halda áfram að lesa.

Kveðjur á klakann.


Á leið á skerið

Ég er að hugsa um að mæta á klakann þann 6.jan og vera til 18.jan. Verð aðeins að kíkja framan í vini og vandamenn áður en Noregsför hefst. Maður verður að nýta tækifærið núna því ég hef ekki hugmynd hvenær næsta tækifæri verður.

Áramótin voru afar fín. Við Sophie vorum boðin í partý niðrí Genf heima hjá samstarfsmanni hennar. Þetta var með DJ, ljósasjóvi og allt.  Það var mjög skemmtilegt og við hittum mikið af áhugaverðu fólki. Hitti til að mynda franskan mann sem hafði séð heimildamynd um Ísland um átti sér þann draum heitastan að komast í göngur og réttir. Get ekki sagt að ég hafi átt von á þess konar hitting. Ég allavega jós úr skálum vitneskju minnar því sem ég tel mig vita um göngur og tel ég að hann hafi yfirgefið partýið sem betri maður. Lærði samt þarna að þegar boðshaldarinn segir manni ekki að koma með neitt áfengi þá gerir maður það bara samt. Það var ekkert nema sangría og kampavín og svona gutl. Sveitamaðurinn Jón getur ekki drukkið meira en 2 glös af þessu dóti og þá er ég búinn að fá nóg. Þetta er fínt svona með mat en ekki til að drekka. Var ekki einn 250 ml flöskubjór eins og frakkar eru frægir fyrir. Sá ekki áramótin fyrir mér svona enn á móti kom að maður fann ekkert á sér og þ.a.l. reif maður sig upp fyrir allar aldirá nýársmorgun til að halda áfram að rífa niður veggfóður. Og til að horfa á skaupið náttúrulega. Átti sína spretti og ekki meira um það.

Hlakka til að sjá ykkur eftir nokkra daga.


Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2009
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 776

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband