...and Action.

Kominn til Tromsö og fyrsti flugdagurinn yfirstaðinn ásamt 3 öðrum. Mér leið eins og farþega frekar flugmanni fyrsta daginn en svo fór þetta allt að koma. Ég flaug hérna á norðurkantinum allt til landamæra Rússland og niður til Bodö. Samtal 13 leggir á 2 dögum. Frekar mikið að gerast enda stuttir leggir og jafnmikil vinna og ef leggirnir væru 10 tímar. Þetta verður hellings vinna en helvíti skemmtilegt. Ég flaug líka frá Osló, á vesturströndina og til Gautaborgar. Gífurlega mikið af nýjum hlutum en allt í bankann og hlakka til næstu helgar.

Nú er júrovisjón búið, Ísland í öðru sæti og í fyrsta skipti var ég staddur í sigurlandinu. Hefði samt kosið að vera á skerinu með mitt árlega partý en svona er þetta. Það var suddaleg stemning hérna allsstaðar i Tromso en ég varð að vera rólegur þetta kvöldið. Standby daginn eftir. Daginn eftir var svo þjóðhátíðardagur norðmanna 17.maí. Bærinn fylltist af fólki og það var magnað hvað allir voru svakalega fínir. Langflestar konurnar voru í þjóðbúningum og nokkrir karlmenn líka. Ég var hreinlega imponeraður yfir því hvað fólk hafði mikið fyrir því að klæða sig fínt fyrir daginn.

Nú er ég í fríi í viku þartil ég flýg til Osló næstu helgi og byrja næstu vinnuviku. Eftir það er 9 daga frí og vonast ég til að komast til Genf til að hitta Sophie mína.

Þangað til næst.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband