Gleðifréttir

Við Sophie erum  komin með íbúð. Hún er í franska hlutanum rétt norðan við Genf með útsýni yfir vatnið og í æðislega sætum litlum bæ sem heitir Gex (sjex). Ódýr, góð  og indæl. Afar sátt. Erum líka kominn með forláta Alfa Romeo 164 sem ég náði í til Köben. Datt bara upp í hendurnar á okkur. Hann er á frönskum númerum og var það þvi afskaplega heppilegt. 95 módel með 3 lítra vél en eyðir engu. Tók þýsku autobahnana í nefið. Það var ekki leiðinlegt. Allt að gerast. Flytjum inn í íbúðin á morgun. Gott að geta loksins átt sér samastað. Við Sophie erum búin að búa í ferðatösku á 6 öðrum stöðum á þessu ári. Verður því sjöundi og síðasti í bili allavega. Nenni ekki lengur að búa í ferðatösku.

Gabblaraparið að fjölga sér

Mig langar að tileinka þetta blogg Hauki og Kollu sem eiga von á öðrum erfingja. Ég var alveg himinlifandi við að heyra þessar fréttir í gærkveldi. Innilega til hamingju bæði tvö.

Bæbæ Köben, halló Genf

Þá er endanlega dvöl minni í Kaupmannahöfn lokið. Allavega í bili því ég þori ekki að koma með neinar yfirlýsingar af fenginni reynslu. Nú er kallinn fluttur til Genf og stendur í íbúðaleit þessa dagana. Enn er maður kominn á nýjan stað og enn þarf maður að læra á kerfið uppá nýtt ásamt nýju tungumáli. Jibbí. Yndislegt. Það verður annars rólegt þartil ég byrja að vinna í janúar í Noregi (nýr staður, nýtt kerfi, nýtt tungumál aftur).  Hræddastur við að týna mínu persónulega einkenni á öllu þessu flakki. Held í vonina að göngur á Núpsheiði einu sinni á ári nái að sannfæra mig að í raun innan við beinið verður maður alltaf sveitastrákur að norðan. Þeim ætla ég ekki að missa af á meðan ég hef heilsu (Þórarinn, þú gætir þurft að sitja uppi með mig í nokkuð mörg ár í viðbót).

Ég hef ekki hugmynd hvort við Sophie komum á skerið um jólin því hún gæti verið að vinna. Hún fær líklegast tímaskránna sína um mánaðarmót  næstu og þá verður tekin ákvörðun. Það yrði þá aðeins annaðhvort jól eða áramót því við vitum að Sophie verður allavega að vinna í annaðhvort skiptið.

Ég er annars nokkuð bjartsýnn á framhaldið. Þetta er búið að vera svakalegt ævintýri og hef það á tilfinningunni að það sé í raun rétt að byrja.


Pabbi minn sjötugur

Pabbi minn var sjötugur á mánudaginn. Ekkii amalegt það. Hann er búinn að vera hérna í Köben í um 2 vikur og erum við feðgarnir búnir að ferðast víða um borgina og mun fróðari um hana og sögu hennar. Höfum við náð að spjalla heilmikið um heima og geima. Pabbi sagði mér líka að Jón Leví Sigfússon afi hafi fæðst 1885. Þetta vissi ég ekki. Ekki langafi heldur afi minn, pabbi pabba míns. Hefur verið kominn vel yfir fimmtugt þegar hann átti pabba og svo 2 í viðbót eftir það. Helvíti hress kallinn. Það er bara kominn pressa á mann sjálfan ef maður á að standa undir nafni.


Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Nóv. 2008
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 776

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband