29.4.2008 | 20:23
Breyting á plani
Ég hef ákveðið að hætta við þetta fallhlífastökksflug. Þetta er búið að vera alltof mikið rugl og ég stend ekki lengur í þessu. Ætla mér að taka smá pásu frá flugi allavega i sumar og gera eitthvað allt annað. Kemur í ljós hvernig það verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 10:03
Blikur á lofti
Nú hef ég loksins komist i samband við umráðamenn flugvélarinnar og hún kemur úr viðgerð líklega á föstudaginn. Þá er bara að klára síðasta flug fyrir próf og svo prófið sjálft. Þar á eftir tekur við Old Buckenham i Englandi. Líklegast kemur með mér strákur sem var þarna i fyrra að fljúga þessari vél og sýnir mér hvernig helstu brögðin eru. Þeir sem ég talaði við í Headcorn um páskana sögðu mjög góða söguna af þessum stað. Vona að þetta verði skemmtilegt.
Við Sophie erum að fara að yfirgefa slotið okkar og búin að panta geymslupláss í geymslyfyrirtæki sem er hérna á Amager. Við erum bæði búin að kíkja á það og lítur mjög vel út. Enda mun ódýrara en að borga húsaleigu á húsnæði sem við munum ekki einu sinni búa í. Við ætlum að reyna að gera þetta áður en ég fer svo hún verði ekki ein i þessu. Búinn samt að semja við nokkra snillinga á Solbakken ásamt Rabba granna að hjálpa okkur svo þetta gangi nokkuð snuðrulaust fyrir sig. Já, alveg rétt, þarf að kaupa bjór. Við eigum eftir að sakna þess að búa hérna því okkur leið vel og þetta er mjög fín íbúð. Bara of dýr fyrir okkur fátæku flugmennina.
Í kvöld er aftur á móti að byrja undanúrslit fyrir mína menn á móti Chelsea einu sinni enn. Við byrjum á Anfield sem mér líst ekkert á. Alltaf betra að enda þar en ekkert við þvi að gera. Ég er frekar kvíðinn fyrir þessum leikjum. Vona samt að Liverpool taki þetta á seiglunni að vanda i þessu Meistaradeildarleikjum. Dáldið eins og íslenska landsliðið. Aldrei hægt að fara auðveldu leiðina að takmarkinu.
Og að endingu........YNWA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 10:04
Þvílík hamingja
Sophie er kominn frá Stokkhólmi og miklu skemmtilegra að vera til. Hún er búinn í þjáfluninni en prófið sjálft er eftir og verður haft samband við hana þegar þeir eru tilbúnir að fá hana. Þangað til verður við saman hérna á Amager eða þangað til ég fer aftur i þjálfun. Ég sjálfur er enn að bíða eftir því að komast i lokatékkinn og próf þar á eftir.
Björgvin frændi var helvíti flottur sem Johnny Cash á Söngvkeppni framhaldsskólana. Hann virtist vera eitthvað rámur og taldi Stína systir að eitthvað hefði fjörið kvöldið áður verið heldur mikið. Það gæti verið sannleikskorn i því hmmmm... Samt stoltur af honum.
Bloggar | Breytt 15.4.2008 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 09:51
Flugþjálfun og kennari dauðans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 11:51
Klipping
Klipping hefur alltaf verið viðkvæmt málefni fyrir mig. Aðeins fáir útvaldir hafa fengið að komast i hausinn á mér. Helst þá að nefna Björn Hannesson mág minn sem sinnti mér alveg frá barnæsku til u.þ.b. 16 ára aldurs. Ber ég honum miklar þakkir því held ég að hann hafi lítið fengið greitt fyrir. Honum er ég skuldbundinn ævilangt. Og svo er það Skari poppari eins og uppáhaldsbróðir minn kallar hann sem hefur séð um mig síðastliðin 12 ár. Ég er afskaplega sáttur þótt margir hafi sér þá ósk heitasta að ég skipti um hárgreiðslu einhverntímann. Það lítur ekki út fyrir það í náinni framtíð.
Ég var að koma úr klippingu rétt í þessu. Ég fann í haust lítinn snyrtilegan ódýran araba á Amagerbrogade til að klippa mig og hef verið þar síðan. Komst reyndar að því í dag að hann er í raun frá Túnis en hvað um það. Yfirleitt þegar ég kem inn er einhvert arabískt söngl sem ómar á bakvið allan tíman sem ég er þar. Ég komst að því að hann er strangtrúaður múslimi þarsíðast þegar ég fór til hans. Rétt eftir að við byrjuðum stoppar hann skyndilega og segir: Kem eftir 5 mín. Ég var eitt spurningamerki og svaraði bara ókei. Hann stingur af inni eldhús, kveikir á geislaspilara sem lætur kóranin óma, hendir sér á gólfið og byrjar að biðja til Allah. Ég var með aðra hliðina á hausnum rakaða og hina eins og handakrika á þýskri bóndakonu. 5 mín seinna kemur hann aftur, afsakar biðina og heldur áfram. Á slaginu korter i þrjú þarf greinilega að sinna sínum Allah. Ég var hinn gáttaðasti en fannst þetta mjög skondið allt saman. Stofan var full af kúnnum en hann gat samt fundið sér tíma til að iðka sína trú. Það fannst mér líka að vissu leyti svolítið aðdáunarvert því hann lét ekki viðskipti trufla eitthvað sem hann vill standa fyrir sem manneskja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 18:20
Þjálfun loksins byrjuð
Nú er ég loksins kominn á skrið með þessa flugvélaþjálfun mína. Tók ekki nema mánuð. Eigandinn er alveg á nálum því það vantar vélina sárlega i Englandi. Vill endilega að allt gangi sem hraðast fyrir sig sem er kannski eðlilegt. Planið er að ég verði búinn og helst kominn til Englands næstu helgi. Það ætti svosem að vera að gerlegt. En eins og svo mörg plön sem fylgja þessum flugbisness eru litlar líkur að það standist.
Ég byrjaði síðastliðin mánudag og er búinn að fara i 3 flug. Allt er nýtt. Ekki bara flugvélin heldur landið og reglurnar. Mér líður eins og algjörum amatör hérna. Það tekur smá tíma að yfirfæra allt sem maður kann yfir á annað land en kemur á endanum. Það er einnig þónokkur munur á kennslu í Danmörku og á Íslandi. Hlutir sem ég hélt að ég hefði nokkuð á hreinu eru öðruvísi gerðir hér. Á Íslandi erum við líka dálítið heimakærir og búnir að búa til margar heimatilbúnar aðferðir því þær henta vel Reykjavíkurflugvelli og umhverfi hans. Önnur umferð er ekkert til að hafa áhyggjur af annarsstaðar á Íslandi. Maður er að reka sig á það núna hversu þægilegt er að fljúga heima. Þetta er allt að koma núna enda er ég búinn að vera sveittur við að læra reglur og flugaðferðir baunans. Held ég þetta verði helvíti góður skóli fyrir mig og verð enn betri eftir sumarið.
Þjálfunin er í Vamdrup á Jótlandi sem er rétt hjá Kolding. Ég hafði samband við Palla Bess og Helgu í Sönderborg og þau eru búin að leyfa mér að sinni einstöku góðmennsku að gista. Ég tek svo lestina á milli á morgnana. Þau eru alveg búin að redda mér. Helga er alltaf með hafragraut á morgana fyrir strákana(sem ég nýt góðs af), Palli hefur keyrt mig í lestina á morgnana áður en hann fer með strákana í skólann og Helga hefur náð í mig þegar ég kem á kvöldin. Innilegar þakkir til Helgu og Palla. Vona að ég geti endurgoldið þeim greiðann einhvern daginn.
Er núna heima í Köben. Er í 2 daga fríi því vélin er í ársskoðun. Flug aftur á laugardagsmorgun.Er að lesa eins og mother...... og hlustandi á útvarpsstöð sem spilar bara sama 20 laga playlistann aftur og aftur. Umbrella ,ella,ella,ella ,e e e e. Please dont stop the music, please dont stop the, please dont stop the, please dont stop the music. Eins og viðkomandi listamaður þjáist af BP syndrome (Biluð Plata veikin). Hlýtur að vera lækning við þessu. Stöðin spilar einnig gamla danska smelli og gaman að kynnast þeim. Búinn að komast að því að hápunktur dansks (segir maður dansks?) tónlistarlífs var níundi áratugurinn. Ekkert nema danskt eighties spilað ef það er spilað eitthvað gamalt. Dodo and the dodos og félagar. Vill til að ég hef ágætlega gaman af þessu en er aðeins farið að slá í þau því þeir eru búnir að nota sama playlistann i 2 mánuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar