26.5.2008 | 17:21
Flakk og júró
Lífið er u.þ.b. að verða örlítið í fastari skorðum. Ég er búinn að komast að því að við Sophie fáum íbúð i Valby hér í Köben en það verður ekki fyrr en 1. júní. Þangað til fæ ég að vera í gömlu íbúðinni hennar Stine systur Sophiear. Hún var nefnilega að kaupa sér íbúð og búinn að flytja þangað en sú gamla stendur auð út maí og júní. Því get ég verið þar þangað til ég fæ íbúðina í Valby. Sophie er enn i Bornholm en ég er búinn að fá annan herbergisfélaga i staðinn. Hafsteinn vinur er að deila íbúðinni með mér og erum við helvíti góðir saman á sitthvorri vindsænginni.
Við Hafsteinn áttum annars ansi skemmtilegt júróvisjón kvöld. Vorum ekki með neitt planað en svo kom þetta einhvern veginn upp í hendurnar á okkur. Rabbi og Þórdís á Lombardigade buðu okkur að horfa á keppnina sem var afskaplega fallega gert af þeim. Veðjaði meiraðsegja á að Rússar myndu vinna en þetta lag og þessi gaur var með því slakara sem hefur komið fram í Júróvisjón. Og er engin smá samkeppni þar. Þórir bauð okkur svo i partý til Kidda vinar hans á Christianshavn. Það var bara snilld enda afar hýrir menn þar á bæ. Alveg nýtt fyrir mér en helvíti gaman. Þar á eftir fórum við á hommastað niðri bæ og eyddum kvöldinu þar. Það var bara sudda gaman og vil þakka Rabba og Þórdísi og svo Þóri fyrir skemmtilegt kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2008 | 18:06
Kominn með nýja vinnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 17:07
Kominn til Borgundarhólmar
Jæja, hvað skal segja. Ég er kominn til tengdaforeldra minna í Borgundarhólmi. Búinn að vera sveittur við það að kalka gömlu útihúsin og hreinsa til. Gera hluti sem húsbóndinn held ég að hafi ætlað sér að gera í mörg ár. Nota tækifærið á meðan tengdasonurinn er i heimsókn. Mér finnst alger snilld að komast i svona vinnu. Eina vandamálið núna er hitinn og sólin sem eru búin að steikja mig íslendinginn síðustu vikur. Lene mamma hennar Sophiear er ógeðslega góður kokkur og er í fullri vinnu við að dæla í mig mat. Alltaf verið að passa það að maður sé allavega ekki svangur. Jon, er du sulten? Er du sikker? Hvad med kager? Er du sikker?
Sandegaard er orðið mitt lögheimili og verður í sumar óháð því hvort ég búi annarsstaðar. Ég er núna að undirbúa það að koma mér til Köben og finna mér vinnu. Ég er búinn að fá íbúð í sumar og er það vel. Ég er mjög spenntur fyrir því að komast heim í ágúst og sept og flétta göngunum þarna inn á milli. Ætla mér að komast norður í smá veiðivinnu og hitta Tóta og Kiddý. Ekki amalegt það. Og svo á ég eftir að halda uppá þrítugsafmælið mitt. Djöfull, ég fer að falla á tíma. Það verður haldið og engu til sparað þegar ég kem heim. Risapartý. Flugið verður áfram í pásu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar