Bæbæ Köben, halló Genf

Þá er endanlega dvöl minni í Kaupmannahöfn lokið. Allavega í bili því ég þori ekki að koma með neinar yfirlýsingar af fenginni reynslu. Nú er kallinn fluttur til Genf og stendur í íbúðaleit þessa dagana. Enn er maður kominn á nýjan stað og enn þarf maður að læra á kerfið uppá nýtt ásamt nýju tungumáli. Jibbí. Yndislegt. Það verður annars rólegt þartil ég byrja að vinna í janúar í Noregi (nýr staður, nýtt kerfi, nýtt tungumál aftur).  Hræddastur við að týna mínu persónulega einkenni á öllu þessu flakki. Held í vonina að göngur á Núpsheiði einu sinni á ári nái að sannfæra mig að í raun innan við beinið verður maður alltaf sveitastrákur að norðan. Þeim ætla ég ekki að missa af á meðan ég hef heilsu (Þórarinn, þú gætir þurft að sitja uppi með mig í nokkuð mörg ár í viðbót).

Ég hef ekki hugmynd hvort við Sophie komum á skerið um jólin því hún gæti verið að vinna. Hún fær líklegast tímaskránna sína um mánaðarmót  næstu og þá verður tekin ákvörðun. Það yrði þá aðeins annaðhvort jól eða áramót því við vitum að Sophie verður allavega að vinna í annaðhvort skiptið.

Ég er annars nokkuð bjartsýnn á framhaldið. Þetta er búið að vera svakalegt ævintýri og hef það á tilfinningunni að það sé í raun rétt að byrja.


Bloggfærslur 10. nóvember 2008

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 776

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband