Skötuhjúin í dag og nýjasta framtíðarplanið (breytist daglega)

Staða okkar í dag er á þann máta að ég verð á flakki um Evrópu í sumar og Sophie er á Dash 8 Q400 type rating námskeiði i Stokkhólmi. Hún verður á því þartil i enda apríl en við tekur atvinnuleit geri ég ráð fyrir. Þarsem við verðum lítið við í Köben ákváðum við að segja upp leigunni og koma innbúinu fyrir hjá vinum eða í geymslu þartil við komum aftur i haust. Ef þú lesandi góður, býrð i Köben og vantar húsgögn eða hefur aflögu geymslupláss þá vertu endilega i bandi. Grin

Flakkið á okkur verður það mikið að við vitum eiginlega ekki hvenær við hittumst næst. Sjáum fram á háa símreikninga, msn og email í miklu magni út sumarið. Endurtekning á síðasta sumri og því ekkert nýtt fyrir okkur. Glæst líf flugmannsins, svo ekki sé minnst á að við erum bæði í sama ruglinu. Þetta er farið að líkjast sjómannslífi, eins og að vera i smugunni. Nema hvað að við erum líklega í sitthvorri smugunni verandi bæði flugmenn.


Sumarvinnan

Ég er búinn að fá sumarvinnu við að fljúga með fallhlífastökkvara viðsvegar um Evrópu i sumar. Flugvélin sem ég flýg tekur 18 fallhlífastökkvara og heitir GAF Nomad. Planið er að vera i Englandi út maí og í Skyen i Noregi júní, júlí og ágúst. Þýskaland er svo planað i september. Held það verði mjög spennandi og góð reynsla. 

NomadForsagan af þessu öllu er að maður sem þekkir mann sem þekkir mann sem þekkir mann hringdi i Sophie og lét hana vita af því að það vantaði flugmann i þetta jobb. Hún hringdi í eigandann af vélinni sem þakkaði fyrir áhugann en vildi fá tímahærri mann. Þá benti hún á mig og féll það í góðan jarðveg hjá honum. Við komumst að samkomulagi og ákveðum að koma mér i gegnum þjálfun því hann vantaði flugmann sem fyrst. Þetta gerist í enda febrúar. Nokkrum dögum seinna handleggsbrotnar eini flugkennarinn á þessa flugvél og þjálfun minni er frestað. Eigandinn þurfti samt sem áður að hafa vélina í Englandi um páskana og ákveður að fljúga henni sjálfur þangað og taka mig með svo ég fái smá æfingu á hana áður en þjálfunin sjálf byrjar. Nýta tímann sem best. Við komumst loks af stað áleiðis til Headcorn 15.mars eftir baráttu við veðrið og komum tilbaka 22.mars. Sagan af dvöl minni þar kemur seinna.


Bloggfærslur 24. mars 2008

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband