Kominn með nýja vinnu

Jæja. Ég er í Köben og er kominn með vinnu hjá fyrirtæki sem setur upp svið fyrir allskonar uppákomur og heitir Arlo. Mjög fín vinna. Lítið en gott fyrirtæki og ágætlega launað. Nóg vinna. Frétti í dag að við munum setja upp svið um nóttina í Tívoli þarnæstu helgi. Mjög spennandi. Hef góða tilfinningu fyrir þessu.
Nú er ég annars á flakki milli íbúða núna en fæ íbúð sem er rétt hjá vinnuni 1.júní. 5 mín á hjóli. Mjög fínt og leigan er helmingi minni er á þeirri gömlu.
Sophie var að klára prófið á flugvéla týpuna sem hún var að læra á og er þarmeð orðin alvöru flugmaður má maður segja. Vona að þetta komi henni að hjá einhverju fyrirtækinu fljótlega. Hún er í Bornholm enn og að ákveða næsta skref. Kannski kemur hún með til Köben í júni ef hún verður ekki komin inn einhversstaðar.
Þangað til næst.

Bloggfærslur 22. maí 2008

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband