Kominn til Borgundarhólmar

Jæja, hvað skal segja. Ég er kominn til tengdaforeldra minna í Borgundarhólmi. Búinn að vera sveittur við það að kalka gömlu útihúsin og hreinsa til. Gera hluti sem húsbóndinn held ég að hafi ætlað sér að gera í mörg ár. Nota tækifærið á meðan tengdasonurinn er i heimsókn. Mér finnst alger snilld að komast i svona vinnu. Eina vandamálið núna er hitinn og sólin sem eru búin að steikja mig íslendinginn síðustu vikur. Lene mamma hennar Sophiear er ógeðslega góður kokkur og er í fullri vinnu við að dæla í mig mat. Alltaf verið að passa það að maður sé allavega ekki svangur. Jon, er du sulten? Er du sikker? Hvad med kager? Er du sikker?

Sandegaard er orðið mitt lögheimili og verður í sumar óháð því hvort ég búi annarsstaðar. Ég er núna að undirbúa það að koma mér til Köben og finna mér vinnu. Ég er búinn að fá íbúð í sumar og er það vel. Ég er mjög spenntur fyrir því að komast heim í ágúst og sept og flétta göngunum þarna inn á milli. Ætla mér að komast norður í smá veiðivinnu og hitta Tóta og Kiddý. Ekki amalegt það. Og svo á ég eftir að halda uppá þrítugsafmælið mitt. Djöfull, ég fer að  falla á tíma. Það verður haldið og engu til sparað þegar ég kem heim. Risapartý. Flugið verður áfram í pásu.


Bloggfærslur 8. maí 2008

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband