24.3.2008 | 12:33
Sumarvinnan
Ég er búinn að fá sumarvinnu við að fljúga með fallhlífastökkvara viðsvegar um Evrópu i sumar. Flugvélin sem ég flýg tekur 18 fallhlífastökkvara og heitir GAF Nomad. Planið er að vera i Englandi út maí og í Skyen i Noregi júní, júlí og ágúst. Þýskaland er svo planað i september. Held það verði mjög spennandi og góð reynsla.
Forsagan af þessu öllu er að maður sem þekkir mann sem þekkir mann sem þekkir mann hringdi i Sophie og lét hana vita af því að það vantaði flugmann i þetta jobb. Hún hringdi í eigandann af vélinni sem þakkaði fyrir áhugann en vildi fá tímahærri mann. Þá benti hún á mig og féll það í góðan jarðveg hjá honum. Við komumst að samkomulagi og ákveðum að koma mér i gegnum þjálfun því hann vantaði flugmann sem fyrst. Þetta gerist í enda febrúar. Nokkrum dögum seinna handleggsbrotnar eini flugkennarinn á þessa flugvél og þjálfun minni er frestað. Eigandinn þurfti samt sem áður að hafa vélina í Englandi um páskana og ákveður að fljúga henni sjálfur þangað og taka mig með svo ég fái smá æfingu á hana áður en þjálfunin sjálf byrjar. Nýta tímann sem best. Við komumst loks af stað áleiðis til Headcorn 15.mars eftir baráttu við veðrið og komum tilbaka 22.mars. Sagan af dvöl minni þar kemur seinna.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.