Skötuhjúin í dag og nýjasta framtíðarplanið (breytist daglega)

Staða okkar í dag er á þann máta að ég verð á flakki um Evrópu í sumar og Sophie er á Dash 8 Q400 type rating námskeiði i Stokkhólmi. Hún verður á því þartil i enda apríl en við tekur atvinnuleit geri ég ráð fyrir. Þarsem við verðum lítið við í Köben ákváðum við að segja upp leigunni og koma innbúinu fyrir hjá vinum eða í geymslu þartil við komum aftur i haust. Ef þú lesandi góður, býrð i Köben og vantar húsgögn eða hefur aflögu geymslupláss þá vertu endilega i bandi. Grin

Flakkið á okkur verður það mikið að við vitum eiginlega ekki hvenær við hittumst næst. Sjáum fram á háa símreikninga, msn og email í miklu magni út sumarið. Endurtekning á síðasta sumri og því ekkert nýtt fyrir okkur. Glæst líf flugmannsins, svo ekki sé minnst á að við erum bæði í sama ruglinu. Þetta er farið að líkjast sjómannslífi, eins og að vera i smugunni. Nema hvað að við erum líklega í sitthvorri smugunni verandi bæði flugmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa séð myndirnar af "the pink room" skil ég mjög vel að þú hafir drifið þig aftur til Köben í faðm hennar Sofie... Þetta herbergi hefði bara verið velgjuvaldandi

Vonandi rekst ég á ykkur einhvers staðar á flakkinu í sumar, búið að setja niður 4 ferðir hjá mér fram á haust.  Knús í krús

Hjúkkan (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband