26.3.2008 | 19:30
Skyndiheimsókn til Stokkhólms
Ég var í þessu að koma frá Stokkhólmi. Ég ákvað á mánudaginn að skella mér þangað og hitta mína heittelskuðu þvi við vitum ekkert hvenær næsta tækifæri kemur. Sophie átti skyndilega 2 daga aflögu og ákvað ég þvi að nota tækifærið. Það var æðislegt að sjá hana enda búinn að sakna hennar ægilega. Hún sýndi mér allan skólann og ég fékk að kynnast aðeins hvað kennslan gengur út. Þetta er mikið efni að innbyrða á stuttum tíma en hún er svakalega dugleg.
Skólinn sem Sophie er í er á Arlanda flugvelli og þvi ekki langt fyrir mig að fara þegar ég lenti. Við náðum samt að kíkja aðeins á Stokkhólm áður en ég kom tilbaka. Við höfðum eiginlega hvorugt farið til Stokkhólms áður og þvi vorum við hálfóákveðin um hvað við ættum að skoða. Ákváðum eftir að hafa kíkt á eitthvað ferðakort að kíkja á gamla bæinn. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum og komumst að því að Stokkhólmur er bara nokkuð snotur bær og alveg þess virði að kíkja á. Húsin þar eru mjög heillandi og er Sophie sérstaklega hrifin af svona gömlum húsum. Við erum sjaldnast sammála um hvernig hús eiga að vera þvi ég vil helst hafa þau í nýrri kantinum. T.d. í dag þegar hún benti á snoturt og fallegt gamalt hús hugsaði ég bara um hvað viðhaldið yrði mikið og dýrt (skipta um raflagnir, skólp, einfalt gler og engin einangrun var meðal annars það sem fór i gengum hugann á mér) og hvergi hægt að leggja bílnum. Eyðilagði alveg momentið eins og mér einum er lagið. Rómantískur með eindæmum. Fórum inn á æðislega kósí konditori sem á víst að vera Stokkhólms elsta eins og svo margt i þessum bæjarhluta. Fengum ótrúlega gott heimalagað kakó og kökur. Ég hugsaði með mér að þetta væri svona staður sem mamma myndi fíla og í sömu andrá kom kokkurinn/bakarinn útúr eldhúsinu. Hún var alveg eins og sænsk útgáfa af mömmu. Líkt andlitsfall, sama hæð,eins hár næstum söm,u gleraugu og með eins mittissvuntu og mamma var með þegar ég, um ársgamall, pissaði ofaní svuntuvasann .
Mæli með heimsókn til Stokkhólms en kannski þegar farið verður að líða aðeins meira fram á sumar þvi það var vægast sagt skítkalt.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir með Fríðu héðan að neðan þegar ég segi: Vonandi gisturu betur en í bleika herberginu þarna í Bretlandi.
Hverjum datt þetta í hug btw? Er ekki einhver brillíjant saga um veðmál og áfengi á bakvið litinn?
Höskuldur Sæmundsson, 26.3.2008 kl. 22:20
Hehe. Því miður Höski, engin saga. Bara hrikalegt smekkleysi á litavali hjá Englendingum. Og já, ég ætla mér engan veginn að gista aftur í þessum horbjóði.
Nonni (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:32
elskulegur, mikið er gaman að sjá þetta blogg. Láttu mig vita þegar þú ert næst á ísalandi ég er alveg með veitingastaðinn ....
Knús knús knús og kremj
svana (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.