28.3.2008 | 16:37
Furðulegir fallhlífastökkvarar
Englendingarnir sem ég átti samskipti við í Headcorn í síðustu viku eru allir með tölu vinalegir og þjónustulundaðir. Mér leið vel þarna og fínt fólk i alla staði. Nokkrir voru samt furðulegri en aðrir. Það kom einn fallhlífastökkvari að heimsækja Tom flugmann sem ég deildi með trailer. Hann leit út eins og Pétur Jóhann Sigfússon (Ólafur Ragnar) í vexti og ekki ólíkt andlitsfall. Var samt með smá bumbu og skalla eins og Marteinn Mosdal og greiddi pent yfir. Var líklega um 35 en með skallann leit út fyrir að vera 49 ára. Á því miður ekki mynd af honum. Fáið góða mynd með því blanda þessum 2 saman. Ósköp fínn náungi og talaði eins og enskur aðalsmaður frá Viktoríutímabilinu. Seinna um kvöldið var ég eitthvað að spyrja Tom út í náungann og þá fæ ég tilbaka: "Ha, hver, þú meinar KLÁMMYNDASTJARNAN". Ég fór að skellihlæja og þá aðallega hversu fjarstæðukennd þessi hugsun er eiginlega. Ég spurði þá tilbaka hvernig í ósköpunum maðurinn hefði áunnið sér þetta gælunafn. Skildi hann hafa hrunið svona svakalega i það i einhverju partýinu. Verið fórnarlamb einhvers sem hefði orðið var við hann gerandi ósiðsamlega hluti með einhverri óheppinni snót sem hefði svo verið lekið á netið. Svarið sem ég fæ er: "Nei nei, það er af því hann ER klámmyndastjarna". Þá missti ég andlitið. Hann á semsagt sænska kærustu sem ég hef notabene ekki séð. Þau búa til klámmyndbönd heima hjá sér og fá massa pening fyrir. Mín spurning er sú: hvernig i andskotanum svona gaur getur verið klámstjarna? Forljótur og algerlega snauður öllu sexapíli. Eina sem mér dettur í hug að hann hafi sameiginlegt með Ron Jeremy og John Holmes er að hann hlýtur vera vaxinn niður eins og fíll. Meira að segja stelpurnar sem ég talaði við á barnum og voru að segja mér sögur frá því þegar hann vildi dansa súludans fyrir þær, fengu hroll bara við tilhugsunina. Getiði ímyndað ykkur Jóhann Pétur með skalla dansa súludans? Eftirá að hyggja var hann eini maðurinn sem átti glænýjan Pajero jeppa!!! Eftirá að hyggja liggur við að maður verði að fara í samningaviðræður við betri helminginn til að rétta af fjárhag heimilisins!!!
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
djöfull líst mér vel á það. þið verið milljónamæringar áður en þið vitið af. en þessi gaur hljómar ótrúlega sessí, hvar nálgast maður þessi myndbönd af honum??
;)
lovísa (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:13
Bara varð að skilja eftir eitt Hæ, svona fyrst ég fann bloggið þitt (eftir smá krókaleiðum auðvitað!)..
Og með þennan gaur .. seriously?? Það er svo sem ekkert athugavert við að þau séu að dunda sér við heimamyndbönd.. en það er meira mind bending að það skuli vera einhver markaður fyrir hann að selja - og græða!!
Ja.. margt er skrítið í henni versu!
Kveðja frá Amsterdam!
Dóa (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:33
Gaman að þú sért komin með blogsíðu. komin tími til. Ég er bara heima að bíða.. læt þig vita þegar ég verð búin að eignast barnið.. sem verður vonandi mjög fljótlega. Hafðu það sem best .. Ellen ( þolinmóða)
Ellen (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.