3.4.2008 | 18:20
Þjálfun loksins byrjuð
Nú er ég loksins kominn á skrið með þessa flugvélaþjálfun mína. Tók ekki nema mánuð. Eigandinn er alveg á nálum því það vantar vélina sárlega i Englandi. Vill endilega að allt gangi sem hraðast fyrir sig sem er kannski eðlilegt. Planið er að ég verði búinn og helst kominn til Englands næstu helgi. Það ætti svosem að vera að gerlegt. En eins og svo mörg plön sem fylgja þessum flugbisness eru litlar líkur að það standist.
Ég byrjaði síðastliðin mánudag og er búinn að fara i 3 flug. Allt er nýtt. Ekki bara flugvélin heldur landið og reglurnar. Mér líður eins og algjörum amatör hérna. Það tekur smá tíma að yfirfæra allt sem maður kann yfir á annað land en kemur á endanum. Það er einnig þónokkur munur á kennslu í Danmörku og á Íslandi. Hlutir sem ég hélt að ég hefði nokkuð á hreinu eru öðruvísi gerðir hér. Á Íslandi erum við líka dálítið heimakærir og búnir að búa til margar heimatilbúnar aðferðir því þær henta vel Reykjavíkurflugvelli og umhverfi hans. Önnur umferð er ekkert til að hafa áhyggjur af annarsstaðar á Íslandi. Maður er að reka sig á það núna hversu þægilegt er að fljúga heima. Þetta er allt að koma núna enda er ég búinn að vera sveittur við að læra reglur og flugaðferðir baunans. Held ég þetta verði helvíti góður skóli fyrir mig og verð enn betri eftir sumarið.
Þjálfunin er í Vamdrup á Jótlandi sem er rétt hjá Kolding. Ég hafði samband við Palla Bess og Helgu í Sönderborg og þau eru búin að leyfa mér að sinni einstöku góðmennsku að gista. Ég tek svo lestina á milli á morgnana. Þau eru alveg búin að redda mér. Helga er alltaf með hafragraut á morgana fyrir strákana(sem ég nýt góðs af), Palli hefur keyrt mig í lestina á morgnana áður en hann fer með strákana í skólann og Helga hefur náð í mig þegar ég kem á kvöldin. Innilegar þakkir til Helgu og Palla. Vona að ég geti endurgoldið þeim greiðann einhvern daginn.
Er núna heima í Köben. Er í 2 daga fríi því vélin er í ársskoðun. Flug aftur á laugardagsmorgun.Er að lesa eins og mother...... og hlustandi á útvarpsstöð sem spilar bara sama 20 laga playlistann aftur og aftur. Umbrella ,ella,ella,ella ,e e e e. Please dont stop the music, please dont stop the, please dont stop the, please dont stop the music. Eins og viðkomandi listamaður þjáist af BP syndrome (Biluð Plata veikin). Hlýtur að vera lækning við þessu. Stöðin spilar einnig gamla danska smelli og gaman að kynnast þeim. Búinn að komast að því að hápunktur dansks (segir maður dansks?) tónlistarlífs var níundi áratugurinn. Ekkert nema danskt eighties spilað ef það er spilað eitthvað gamalt. Dodo and the dodos og félagar. Vill til að ég hef ágætlega gaman af þessu en er aðeins farið að slá í þau því þeir eru búnir að nota sama playlistann i 2 mánuði.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Nonni - gott að vita að þú ert í góðum höndum hjá traustu fólki - bestu kveðjur í bæinn frá okkur hér. Þarftu að búa í þessu bleika hreysi þarna í Englandi þegar Helga og Palli eru hætt að hugsa um þig?? Hafðu það gott gullinn minn.
Stína systir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.