4.4.2008 | 11:51
Klipping
Klipping hefur alltaf verið viðkvæmt málefni fyrir mig. Aðeins fáir útvaldir hafa fengið að komast i hausinn á mér. Helst þá að nefna Björn Hannesson mág minn sem sinnti mér alveg frá barnæsku til u.þ.b. 16 ára aldurs. Ber ég honum miklar þakkir því held ég að hann hafi lítið fengið greitt fyrir. Honum er ég skuldbundinn ævilangt. Og svo er það Skari poppari eins og uppáhaldsbróðir minn kallar hann sem hefur séð um mig síðastliðin 12 ár. Ég er afskaplega sáttur þótt margir hafi sér þá ósk heitasta að ég skipti um hárgreiðslu einhverntímann. Það lítur ekki út fyrir það í náinni framtíð.
Ég var að koma úr klippingu rétt í þessu. Ég fann í haust lítinn snyrtilegan ódýran araba á Amagerbrogade til að klippa mig og hef verið þar síðan. Komst reyndar að því í dag að hann er í raun frá Túnis en hvað um það. Yfirleitt þegar ég kem inn er einhvert arabískt söngl sem ómar á bakvið allan tíman sem ég er þar. Ég komst að því að hann er strangtrúaður múslimi þarsíðast þegar ég fór til hans. Rétt eftir að við byrjuðum stoppar hann skyndilega og segir: Kem eftir 5 mín. Ég var eitt spurningamerki og svaraði bara ókei. Hann stingur af inni eldhús, kveikir á geislaspilara sem lætur kóranin óma, hendir sér á gólfið og byrjar að biðja til Allah. Ég var með aðra hliðina á hausnum rakaða og hina eins og handakrika á þýskri bóndakonu. 5 mín seinna kemur hann aftur, afsakar biðina og heldur áfram. Á slaginu korter i þrjú þarf greinilega að sinna sínum Allah. Ég var hinn gáttaðasti en fannst þetta mjög skondið allt saman. Stofan var full af kúnnum en hann gat samt fundið sér tíma til að iðka sína trú. Það fannst mér líka að vissu leyti svolítið aðdáunarvert því hann lét ekki viðskipti trufla eitthvað sem hann vill standa fyrir sem manneskja.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Handakriki á þýskri bóndakonu... þetta er án efa besta lýsing á svampþétta gróðrinum á ofanverðum Jóni Bergmanni.
Þetta minnir mig á frasa frá Linz (sagt um handakrika austurrískrar mærar í yfirfullum strætó): Shit hvað þessi er hairy maður, ég ætti að lána henni laidyshaver-inn minn. Ætli þetta hafi nokkuð skilist?
Haukur (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.