4.4.2008 | 11:51
Klipping
Klipping hefur alltaf veriđ viđkvćmt málefni fyrir mig. Ađeins fáir útvaldir hafa fengiđ ađ komast i hausinn á mér. Helst ţá ađ nefna Björn Hannesson mág minn sem sinnti mér alveg frá barnćsku til u.ţ.b. 16 ára aldurs. Ber ég honum miklar ţakkir ţví held ég ađ hann hafi lítiđ fengiđ greitt fyrir. Honum er ég skuldbundinn ćvilangt. Og svo er ţađ Skari poppari eins og uppáhaldsbróđir minn kallar hann sem hefur séđ um mig síđastliđin 12 ár. Ég er afskaplega sáttur ţótt margir hafi sér ţá ósk heitasta ađ ég skipti um hárgreiđslu einhverntímann. Ţađ lítur ekki út fyrir ţađ í náinni framtíđ.
Ég var ađ koma úr klippingu rétt í ţessu. Ég fann í haust lítinn snyrtilegan ódýran araba á Amagerbrogade til ađ klippa mig og hef veriđ ţar síđan. Komst reyndar ađ ţví í dag ađ hann er í raun frá Túnis en hvađ um ţađ. Yfirleitt ţegar ég kem inn er einhvert arabískt söngl sem ómar á bakviđ allan tíman sem ég er ţar. Ég komst ađ ţví ađ hann er strangtrúađur múslimi ţarsíđast ţegar ég fór til hans. Rétt eftir ađ viđ byrjuđum stoppar hann skyndilega og segir: Kem eftir 5 mín. Ég var eitt spurningamerki og svarađi bara ókei. Hann stingur af inni eldhús, kveikir á geislaspilara sem lćtur kóranin óma, hendir sér á gólfiđ og byrjar ađ biđja til Allah. Ég var međ ađra hliđina á hausnum rakađa og hina eins og handakrika á ţýskri bóndakonu. 5 mín seinna kemur hann aftur, afsakar biđina og heldur áfram. Á slaginu korter i ţrjú ţarf greinilega ađ sinna sínum Allah. Ég var hinn gáttađasti en fannst ţetta mjög skondiđ allt saman. Stofan var full af kúnnum en hann gat samt fundiđ sér tíma til ađ iđka sína trú. Ţađ fannst mér líka ađ vissu leyti svolítiđ ađdáunarvert ţví hann lét ekki viđskipti trufla eitthvađ sem hann vill standa fyrir sem manneskja.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íţróttir
- Lést ađeins átján ára
- Bestur í ţriđju umferđinni
- Gamla ljósmyndin: Landsliđsţjálfari í tveimur greinum
- Barcelona meistari eftir ótrúlegan leik viđ Real
- Oklahoma fyrsta liđiđ í átta liđa úrslit
- Magnađ afrek Hollywood-liđsins
- Eyjakonan sterk og oddaleikur fram undan
- Cleveland ţarf einn sigur í viđbót
- Dramatískt sigurmark í uppbótartíma (myndskeiđ)
- Sannfćrandi Haukar í úrslitaeinvígiđ
Athugasemdir
Handakriki á ţýskri bóndakonu... ţetta er án efa besta lýsing á svampţétta gróđrinum á ofanverđum Jóni Bergmanni.
Ţetta minnir mig á frasa frá Linz (sagt um handakrika austurrískrar mćrar í yfirfullum strćtó): Shit hvađ ţessi er hairy mađur, ég ćtti ađ lána henni laidyshaver-inn minn. Ćtli ţetta hafi nokkuđ skilist?
Haukur (IP-tala skráđ) 10.4.2008 kl. 10:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.