9.4.2008 | 09:51
Flugþjálfun og kennari dauðans
Ég er búinn að vera á Jótlandi í flugþjálfun síðastliðna viku en er kominn til Köb aftur. Planið var að taka síðasta tékk fyrir próf í gær en þá komumst við að fuel vandamáli. Vélin er því grounduð og ég hér þar til eitthvað gerist. Þessi kennari sem ég er með leit út fyrir í byrjun að vera ágætis náungi en er alger masókisti þegar við komum i flugvélina. Mér líður eins og heilalausum hálfvita þegar við lendum. Eins og ég hafi aldrei komið upp í flugvél áður. Ég lít á það þannig að kennsla snúist um það að koma upplýsingum yfir á annan einstakling. Spurningin er bara hvernig. Þessi náungi beitir öllum röngum aðferðum við það. Maðurinn þekkir vélina og er vel að sér i öllum reglugerðum en tjáningarformið er algerlega út fyrir öll mörk. Hefur enga þolinmæði (frekar nauðsynlegt) og það er ekki fyrr en hann slakar á sem ég byrja að læra. Hann var reyndar fínn i siðasta flugi þvi ég talaði við hann i annað skiptið um að þetta gengi ekki svona lengur. Sagði sem minnst og krítiseraði svo bara eftir að við lentum. Fint. Hefði óskað þess að þetta hefði verið svona frá byrjun. Er samt búinn að læra helling á þessari viku. Betri flugmaður fyir vikið. Hefði jafnvel verið betri ef hann hefði hagað sér. Þetta er samt allt að klárast og þvi kemst ég vonandi fljótlega til Englands. Gaurinn er samt alveg ágætur þegar hann er ekki að kenna. Þetta er alveg að stökkva úti djúpu laugina að gera þetta i sumar en djöfull held ég að það verði hollt fyrir mig. Á bara eftir að sakna Sophie minnar mikið. Það er verst.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
BREYTT PLAN
Palli (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.