Flakk og júró

Lífið er u.þ.b. að verða örlítið í fastari skorðum. Ég er búinn að komast að því að við Sophie fáum íbúð i Valby hér í Köben en það verður ekki fyrr en 1. júní. Þangað til fæ ég að vera í gömlu íbúðinni hennar Stine systur Sophiear. Hún var nefnilega að kaupa sér íbúð og búinn að flytja þangað en sú gamla stendur auð út maí og júní. Því get ég verið þar þangað til ég fæ íbúðina í Valby. Sophie er enn i Bornholm en ég er búinn að fá annan herbergisfélaga i staðinn. Hafsteinn vinur er að deila íbúðinni með mér og erum við helvíti góðir saman á sitthvorri vindsænginni.

Við Hafsteinn áttum annars ansi skemmtilegt júróvisjón kvöld. Vorum ekki með neitt planað en svo kom þetta einhvern veginn upp í hendurnar á okkur. Rabbi og Þórdís á Lombardigade buðu okkur að horfa á keppnina sem var afskaplega fallega gert af þeim. Veðjaði meiraðsegja á að Rússar myndu vinna en þetta lag og þessi gaur var með því slakara sem hefur komið fram í Júróvisjón. Og er engin smá samkeppni þar.  Þórir bauð okkur svo i partý til Kidda vinar hans á Christianshavn. Það var bara snilld enda afar hýrir menn þar á bæ. Alveg nýtt fyrir mér en helvíti gaman. Þar á eftir fórum við á hommastað niðri bæ og eyddum kvöldinu þar. Það var bara sudda gaman og vil þakka Rabba og Þórdísi og svo Þóri fyrir skemmtilegt kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll elsku drengurinn:) Var að finna þessa síðu þína. Gott að heyra af ykkur og já mikið verður gaman að hitta þig í sumar minn kæri.....sakn sakn.

Hilsen til Sophie og sakn.

Sveitaknús Kiddý  

Kiddý (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:22

2 identicon

hérna hmmm smá spurning - heldurðu með Arsenal???

Eydís Grafarkotsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:56

3 identicon

Hehe. Vatt geið itt avei?

Nonni (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:54

4 identicon

Takk sömuleiðis fyrir frábært júróvisjónkvöld... þið hresstuð mjög upp á kvöldið hér með okkur hehe, þetta var bara gaman ;)

Heyrum í ykkur..

Kveðja af Lombardí...

Þórdís Hlín (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:50

5 identicon

Ha? Ertu sem sagt í stuði.... ennþá?

Enn eru til pönnukökur Nonni minn og ef þú ferð ekki að hundskast hingað vestur til Sønderborg þá sendi ég þær til þín í póstkröfu... með DHL... í hraðbát... og svoleiðis.

Hafðu það gott góði.

Kve,

Pal. 

Palli (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband