11.6.2008 | 19:54
EM og vinna
Nú er hægt að taka gleði sína á ný. EM í fullum gangi og ekki laust við það að maður hafi verið kominn með fráhvarfseinkenni eftir að ensku deildinni lauk. Ég er strax farinn hafa áhyggjur af árinu 2009. Ekkert HM og ekkert EM. Hvað á maður að gera af sér? Neyða sig til að fylgjast með Landsbankadeildinni. Held ekki. Ég held að Spánn verði mitt uppáhaldslið í þessari keppni. Leist vel á mína menn frá Liverpool Torres og Alonso. Veit að Babel og Kyut er í því hollenska en Torres vegur þyngra. Líka gaman að vera á móti Haffa sem gistir hjá okkur Sophie núna því hann er fanatískur Hollandsaðdáandi.
Vinnan heldur áfram og ég svitna eins og svín hérna i hitanum í Köben. Held ég hafi aldrei drukkið jafn marga lítra af vatni á dag á ævinni. Það er brjálað að gera og lítur út fyrir vinnu alla helgina. Annars er spáð rigningu út vikuna og fram yfir helgi. Kannski er sumarið búið og endurtekning á sumrinu í fyrra á leiðinni. Djöfull vona ég ekki. Eyddi síðasta sunnudag á Íslandsbryggju með Haffa og Dabba Grundfirðingi í 28 stiga hita, heiðskýru og mikið svakalega er það næs. Alger pottur þarna og suddalegar gellur. Ussss.
Bogja systir var að segja mér að hún ætli að koma til Köben í haust í skóla og verður fram að áramótum. Hún tekur Dagný með sér og jafnframt búin að plata mömmu til að verða au pair allan tímann. Gamall draumur að rætast hjá gömlu. Betra seint en aldrei. Mér finnst það æðislegt. Snilld að fá hluta af familíunni hingað út. Hlakka mikið til.
Þar til næst.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hallo, er I usa eins og er i sma frii med fjolskyldunni. ja frabaert ad Bogja se ad fara ut. Eg aetla ad koma med Bogey og Elvar i heimsokn til ykkar i vetur. Kv. Ellen
Ellen (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:47
Hæ ég ætla að koma með Ellen og og krökkunum til Köben í haust í ömmuferð. Hlakka mikið til að koma aftur til ykkar Sophie það var svo gaman í vor alger snilldarferð og æðislegt að hitta vini og vandamenn. Biðjum að heilsa ykkur hjúum. Kv. Stína
Kristín Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:09
Nonni minn.
Þú segir bara til hvort aðstoðar okar Helgu þú þarfnast með að bjóða upp á pönnukökur og hafragraut. Við sendum það þá bara með lestinni :-)
Og gunni var ROSALEGA ánægður að fá Íslending til að hjálpa sér á flugvellinum nú um seinustu helgi, allir voða glaðir og kátir yfir því ;-)
Kve,
Pal.
Palli (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.