15.8.2008 | 20:38
Nýtt plan
Viti menn. Það er endalaust Murphys law i gangi hérna. Daginn eftir að ég pantaði miða heim 22.ágúst, fékk ég email um að mæta í próf hjá flugfélagi í Osló 28. agúst. Týpiskt, og það kostar jafn mikið að breyta miðanum eins og að kaupa nýjan og því er fyrri miðinn farinn til spillis. So be it. Ég fer þ.a.l. til Osló 28, tek prófið, kem aftur um kvöldið og flýg heim 29. ágúst í staðinn. Hlakka þvílíkt til að komast heim í norðangarra og rigningu. Bara hressandi.
Anyways, þá erum við nokkrir félagar búnir að plana veiðiferð helgina 30.-31 og verður það brakandi snilld enda góður hópur þar á ferð. Erum meira að segja með sér kokk.
Eftir það verður stefnan tekin á heimahagana í Miðfirði ( og undirbúningur fyrir göngur verður í hávegum hafður þartil við skellum okkur upp á heiði og klárum pakkann með hjálp danskra félaga okkar Hr.Tu Borg og Hr. Carls Berg geri ég ráð fyrir. Standa alltaf við bakið á manni. Það verður endalaus stemning og þetta árið fáum við líka nýjan gangnastjóra. Held samt að sá gamli fái að fljóta með líka ef sá nýi leyfir.
Ég hef jafnframt mikinn áhuga að því að halda partý (kannski late 3 tuga afmæli) á meðan ég er heima, væri það ekki stemmari ?
Er kominn á Facebook, ótrúlegt en satt. Búinn að bölva þessu uppátæki Ameríkana frá því það kom út því hver er eiginlega tilgangurinn með þessu ? Þú beiseklí setur bara nafnið þitt inn á netið og safnar öðrum nöfnum á netinu ! Hvað er svona skemmtilegt við það? Fattaði það ekki fyrr en ég prófaði og sé ekki eftir því. Voða erfitt að lýsa því en þetta er bara skemmtilegt. Gaman að fylgjast með flugliðinu og gömlum vinum.
Ekki meir, gamli þarf í háttinn.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já partýýýýý :-) fær maður þá nonnaknús???
Inga eiginkona (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:15
Hvað heldur þú manneskja. Það verður óverdósað af Nonnaknúsi. Lofa
Nonni (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:58
Jæja Nonni minn... kemurðu þá ekki smá skrepp aðeins norðar en Miðfjörðinn og kíkir í Rökkurhöfðann til okkar? Við höfum ekki sést í ár og ég segi eins og síðasti ræðumaður, það er komin upp mikil þörf fyrir Nonna-knús!!
Bjarkey beib ;o) (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:27
Sæll elsku drengurinn:) voða voða farið að hlakka til að sjá þig. poj poj til þín fyrir prófið minn kæri og kære Sophie til lykke med dit nye job:):)
Hér er undibúningur á fullu fyrir göngur. Riðið úti og inni, bakað og farið að huga að fjallabollum:)
enívejs drífa sig heim
Kveðja gangnastjórafrúin (titill mar)
Kiddý (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 08:50
hvenær er deit ?
Svana (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.