Nýjasti flugmaður Wideroe Flyveselskap í Noregi

Þegar allt er að fara til fjandans á gamla góða skerinu, krónan í óendanlegu base jumpi, endalausar hópuppsagnir hjá flugfélögum, bankastjórarnir(seðlabankastjóri þar með talinn) búnir að sukka með heila þjóð og landið á barmi gjaldþrots læðist fram lítið ljós í myrkrinu. ÉG ER KOMINN MEÐ VINNU HJÁ WIDEROE Í NOREGI. Kallinn er frekar sáttur.

Var að koma úr roadtrippi dauðans frá Köben til Genf og tilbaka (sú saga kemur seinna) þegar ég sá bréf í póstkassanum. Held ég hafi bara hætt að anda þar til 5 mín seinna að ég opnaði umslagið. Var þannig búinn að undirbúa mig undir það versta og hugsaði að þetta ferli færi bara í reynslubankann hjá manni til að nota í næsta skipti en svo kom glaðningurinn. Í bréfinu stóð:"Til hamingju og mættu á námskeið janúar 2009". Gífurlega góð tilfinning enda toppflugfélag sem um ræðir. Gera vel við sitt fólk og skemmtilegar flugvélar. Hlakka mikið til.

Ég er frekar ánægður í dag og verð næstu mánuði.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Babúbabú yess maður til LUKKU með það, ekki slæmt að heyra þetta í kreppunni, frábærar frétti til lukku aftur.

Kv Tóti og ko.

Tóti (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:31

2 identicon

Þvílíkur snillingur! Innilega til hamingju kúturinn minn!

Haukur Agnars (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

SnillaTilli:  Til hamingju karlinn minn...

Höskuldur Sæmundsson, 21.10.2008 kl. 16:33

4 identicon

Innilega til hamingju með þetta, við verðum nú svo að fara að gera smá hitting sem fyrst hér í Köben...

 Kveðjur frá Elbagade...

Þórdís Hlín (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:30

5 identicon

Innilega til hamingju dúllan mína. Kveðja frá heimavinnandi kjellingunni í Kópavoginum

Ellen (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:44

6 identicon

Kæri Jón (eins og það hét einu sinni)

HJATRANLEGA og INNILEGA til hamingju með þetta góðurinn minn. Þú ert greinilega mun meiri rokkari en ég hahaha

Palli (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband