Roadtrip dauðans til Genf

Hefst ferðasagan. Við Sophie hættum við íbúð í Frakklandi sem við ætluðum að leigja vegna þess að Frakkar eru fífl og ákváðum því að leigja í Genf sjálfri þótt það væri dýrara. Vorum búin að panta að skoða 3 íbúðir á föstudegi og ég búinn að panta geymslupláss fyrir dótið okkar. Komumst að því að ódýarsti mátinn til að flytja dótið og ná að geta skoðað íbúðirnar var að keyra draslið niðreftir 1400 km (aðeins) og um 14 tíma akstur samkvæmt Googlemaps. Mig langaði líka að prófa þetta. Gæti verið skemmtilegt. 

Fórum á miðv.degi til Bornholm til að ná í dót sem Sophie á og fá lánaðan bíl. Komum aftur um kvöldið. Þá er kominn 1,5 klst í akstri.

Á fim morgun náðum við í kerru kl 0630 sem við svo fylltum af draslinu okkar sem við geymdum í Köben. Svo var lagt af stað til Rödby sem er á syðsta odda Sjálands til að taka ferjuna til Þýskalands. Taka skal fram að hámarkshraði fyrir bíl með kerru er 80 km/klst í Danaveldi og Germaníu. Ekki hægt að fara hratt yfir. Þá var klukkan 12. Jón komst að því að hann gleymdi passanum þegar við biðum eftir ferjunni og því ekkert annað að gera en að snúa við og ná í hann. Góður Jón. Um fjögurleytið erum við komin aftur til Rödby (7 klst í akstri komnar)og komumst loks yfir á meginlandið. Þá tóku við þysku autobanarnir. Þvílík snilld (ef maður kæmist hraðar en 90 þ.e.a.s.). Smellir þér bara upp í 200 ef þú vilt og engin segir neitt. Sá 2 löggubíla allan tímann sem ég var á autobaninum.

Við héldum áfram yfir daginn, fram á kvöld, og svo nóttina. Komum til Basel í Sviss (er á landamærum Þýskalands og Sviss) kl 5 um nóttina. Alltaf hélt Jón áfram að keyra. Þá áttum við bara eftir að fara til Genf. Leit vel út á korti allavega. Samt 3,5 klst eftir og komum til Genf kl 0830 um morguninn. 23,5 klst í akstri non stop.

Þá tók við föstudagur. Það var dagurinn sem við ætluðum ekki að láta fara til spillis. Mættum með draslið í geymsluna. Gengum frá pappírsmálum en höfðum ekki tíma til að byrja á að tæma kerruna. Fengum samt að skilja hana eftir svo við þyrftum ekki að dragast með hana um alla Genf.

Það bjargaði okkur alveg að vera með GPS í miðbæ Genf og Basel. Það er algert helvíti að rata þarna og ekkert system. Svo þarf maður líka að passa sig á sporvögnunum ofaná allt saman.

Fyrsta leigufyrirtækið sem við heimsóttum var búið að leigja út íbúðina sem við ætluðum að kíkja á. Flott, byrjar dagurinn vel. Hefði verið gott að hringja í mann skiluru. Sögðust ekki hafa símanúmerið sem var lygi. Kíktum á aðra kl 11 í staðin sem voru ömurleg. Næst var kl 13 og hún passaði svaka vel. Nálægt flugvellinum, nægilega stór, ný eldhúsinnrétting og ágætlega tilhöfð. Sú kl 15 var ekki spes, sem og kl 19. Það var dömp. Hún var svo slæm að þegar Sophie fór inn í íbúðina á meðan ég var leita að bílastæði fékk ég sms sem sagði að ég ætti bara að ná í hana aftur. Því árangur ferðarinnar 1 íbúð. Sem væri snilld ef það væri sama system eins og heima en þarna fer umsóknin í bunkann og eigandi íbúðarinnar velur svo úr honum. Erum bæði þ.a.l. enn að bíða eftir svari frá leigufyrirtækinu. Krossa fingur.

Í millitíðinni náðum við að setja draslið okkar inn í geymsluna og nú bíður það eftir íbúð eins og við. Allan daginn keyrði ég áfram eins og vindurinn og í ótrúlega góðu ástandi.

Rétt eftir kl 1900 voru komnir 34 klst í akstri án svefns.

Þá var kominn tími til að halda til Basel því þar hafði ég bókað hótel til að auðvelda aksturinn á laugardegi. Við áttum aðeins um 1 klst eftir til Basel þegar ég loks gafst upp. Ég varð að fara út í kant og leggja mig. Ég gat ekki meir. Miðstöðin, rokktónlistin, syngja með. Ég reyndi það allt en varð að lúta í lægri haldi fyrir þreytunni. Ég lagði mig í 1 klst og náði þar með að komast til Basel á hótel kl 0100. 30 og fokking 9 tímar í keyrslu þegar við loksins komum á hótelið og mikið svakalega var ég orðinn steiktur. Djöfulsins rugl. Tókum svo leiðina heim á chillinu og reyndum að njóta útsýnisins á leiðinni.

Taka skal fram að ég þurfti aldrei að nota passan. Týpiskt.

Þetta var svakalegasta keyrsla sem ég hef tekið mér fyrir hendur og ekkert á leiðinni að gera þetta aftur í bráð. En þetta er vissulega gífurlega skemmtilegt eftirá. Næst förum við á BMW og tökum þessa sömu leið á 5 tímum hehe. Svona eins og Rvík-Akureyri.

Öll þreyta var svo fyrir bí þegar heim var komið og bréfið með góðu fréttunum beið mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband