10.11.2008 | 16:16
Bæbæ Köben, halló Genf
Þá er endanlega dvöl minni í Kaupmannahöfn lokið. Allavega í bili því ég þori ekki að koma með neinar yfirlýsingar af fenginni reynslu. Nú er kallinn fluttur til Genf og stendur í íbúðaleit þessa dagana. Enn er maður kominn á nýjan stað og enn þarf maður að læra á kerfið uppá nýtt ásamt nýju tungumáli. Jibbí. Yndislegt. Það verður annars rólegt þartil ég byrja að vinna í janúar í Noregi (nýr staður, nýtt kerfi, nýtt tungumál aftur). Hræddastur við að týna mínu persónulega einkenni á öllu þessu flakki. Held í vonina að göngur á Núpsheiði einu sinni á ári nái að sannfæra mig að í raun innan við beinið verður maður alltaf sveitastrákur að norðan. Þeim ætla ég ekki að missa af á meðan ég hef heilsu (Þórarinn, þú gætir þurft að sitja uppi með mig í nokkuð mörg ár í viðbót).
Ég hef ekki hugmynd hvort við Sophie komum á skerið um jólin því hún gæti verið að vinna. Hún fær líklegast tímaskránna sína um mánaðarmót næstu og þá verður tekin ákvörðun. Það yrði þá aðeins annaðhvort jól eða áramót því við vitum að Sophie verður allavega að vinna í annaðhvort skiptið.
Ég er annars nokkuð bjartsýnn á framhaldið. Þetta er búið að vera svakalegt ævintýri og hef það á tilfinningunni að það sé í raun rétt að byrja.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll þú skallt hafa það í huga að ef þú reynir að komast undan þessum dögum þá neiðist ég til að kom út og draga þig niður á skerið aftur ef með þarf nei annars gaman að þetta sé að smella hjá þér loksins. (Verður samt gaman að vita hvaða tungumál verður til úr þessu flakki þínu)
Tóti (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:46
Gaman að heyra af velgengni þinni Nonni minn og þó svo að ég hafi ekki séð þig í meira en ár, að þá treysti ég því að þú verðir alltaf sveitastrákurinn að Vestan sem gefur manni bestu knús í heimi. Endilega fáðu svo upplýsingar hjá Villa bróður um Noreg og skriffinskuna þeirra - það er um að gera að ná sér í allar þær upplýsingar sem maður getur!
Knús í bæinn - mér þykir alveg óskaplega vænt um þig
Bestu kveðjur, Bjarkey
Bjarkey Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.