Snjóbrettasnillingur

Jú, þið lásuð rétt. Ég er snjóbrettasnillingur. Ég lærði á 2 dögum að renna mér niður snarbrattar brekkur Mont Jura á snjóbretti , meira að segja með vott af virðingu. Það er BARA gaman. Ég er ekki að segja að ég sé tilbúinn í heimsmeistarakeppnina en allt að því. Mikið djöfull þurfti ég bara að fljúga oft á hausinn fyrst. Þetta var bara ein sársaukasigurganga þessa 2 daga en seinni hluta síðari dags náði ég stjórn á helvítinu og það er þrusugóð tilfinning. Mæli með þessu. Eina sem það kostaði voru strengir DAUÐANS næstu daga og vikur. Ég er hreinlega heppinn að geta slegið inn stafi á lyklaborðið vegna strengja í öllum kroppnum. Ég átti bara erfitt með að sofa því ég vaknaði við sársauka í hvert skipti sem ég þurfti að snúa mér. Totally worth it samt.

Jólin er búinn að vera afbragðsgóð þó maður sé fjarri fjölskyldunni. Ég saknaði þeirra afar mikið en náði jólamessunni kl 18 af netinu og lét hana hljóma meðan maður gæddi sér á góðmetinu, við mismikinn fögnuð annara viðstaddra. Þau höfðu meiri skilning á stöðunni þegar ég útskýrði að maður væri háður því að heyra jólamessuna duna yfir jólamatnum.

Við fengum góða heimsókn um jólin frá Richard vini okkar og svo kom 2 vinir Sophiear seinna og gistu hjá okkur eina nótt. Þeir voru á leið til suður Frakklands á skíði. Það var helvíti gaman hjá okkur og nokkur bjór þjóraður þegar margir karlmenn koma saman. Það er magnað hérna í France að það er erfitt að finna í verslunum bjór sem er í stærri einingum en 33 cl. EN auðvitað var hægt að fá minni flöskur, 250 ml ?????? Af hverju ætti einhver að fá sér bjór sem er á stærð við kókómjólk? Það hreinlega borgaði sig ekki að taka upp eina flösku því hún var búin á 3 min. Endaði með því að maður fékk sér alltaf 2 þegar maður náði sér í kaldann í ísskápinn.  Skil ekki.

Gott fólk, góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Nonni, þín var sárt saknað í Lækjasmáranum, þegar allir komu i eftirrétt á aðfangadagskvöld. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur í janúar.

Ellen (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband