3.1.2009 | 12:30
Á leið á skerið
Ég er að hugsa um að mæta á klakann þann 6.jan og vera til 18.jan. Verð aðeins að kíkja framan í vini og vandamenn áður en Noregsför hefst. Maður verður að nýta tækifærið núna því ég hef ekki hugmynd hvenær næsta tækifæri verður.
Áramótin voru afar fín. Við Sophie vorum boðin í partý niðrí Genf heima hjá samstarfsmanni hennar. Þetta var með DJ, ljósasjóvi og allt. Það var mjög skemmtilegt og við hittum mikið af áhugaverðu fólki. Hitti til að mynda franskan mann sem hafði séð heimildamynd um Ísland um átti sér þann draum heitastan að komast í göngur og réttir. Get ekki sagt að ég hafi átt von á þess konar hitting. Ég allavega jós úr skálum vitneskju minnar því sem ég tel mig vita um göngur og tel ég að hann hafi yfirgefið partýið sem betri maður. Lærði samt þarna að þegar boðshaldarinn segir manni ekki að koma með neitt áfengi þá gerir maður það bara samt. Það var ekkert nema sangría og kampavín og svona gutl. Sveitamaðurinn Jón getur ekki drukkið meira en 2 glös af þessu dóti og þá er ég búinn að fá nóg. Þetta er fínt svona með mat en ekki til að drekka. Var ekki einn 250 ml flöskubjór eins og frakkar eru frægir fyrir. Sá ekki áramótin fyrir mér svona enn á móti kom að maður fann ekkert á sér og þ.a.l. reif maður sig upp fyrir allar aldirá nýársmorgun til að halda áfram að rífa niður veggfóður. Og til að horfa á skaupið náttúrulega. Átti sína spretti og ekki meira um það.
Hlakka til að sjá ykkur eftir nokkra daga.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Vigdís: Verkjaði í réttlætistaugina
- Gagnrýnir stjórnvöld vegna stöðunnar í Grindavík
- Mikil gleði og tilhlökkun fyrir tónleikum Kaleo
- Gengu yfir nýstorknað og glóandi hraun
- Líkamsárás í farþegaskipi við Reykjavíkurhöfn
- Fjöldi stórfelldra líkamsárása tvöfaldast
- Þyrlan kölluð út vegna veikinda við Hrafntinnusker
- Allt eins og það á að vera í Vaglaskógi
Erlent
- Finnar staupa sig á rafskútunum
- Kalla eftir tafarlausu vopnahléi
- Verkföll setja flugsamgöngur úr skorðum
- Yfirborðshiti allt að 23,8 gráður
- Aldrei upplýstur um að nafn hans væri í skjölunum
- Afstaðan óbreytt: Palestína ekki sjálfstætt ríki
- Bjargaði færri mannslífum en fyrst var talið
- Bill Clinton sendi Epstein afmæliskveðju
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.