22.3.2009 | 11:21
Enn í þjálfun hjá Wideroe
Elskulega fólk
Akkurat núna er ég kominn til Genf og búinn að vera í nokkra daga. Ég fékk vikufrí í flughermi og ákvað að skella mér til kellu því ég hef ekki séð hana síðan 4.janúar. Verí næs.
Ég er annars búinn að eyða 6 vikum í Bodö í norður Noregi og var það ágætis lífsreynsla. Norður norðmenn eru ágætasta fólk, glaðlynt og viðkunnanlegt. Eftir 6 vikur þar kláraði ég loksins bóklega hlutann í þessari þjálfun. Við tók þjálfun í svokölluðun papertiger sem er eiginlega eftirlíking af flugstjórnarklefa inn í einu herberginu í skólanum. Þar þjálfum við ákveðna prósidjura og neyðarviðbrögð til að spara tíma í sjálfum flugherminum. Eftir það fékk ég að fljóta með í nokkrum flugferðum í heilan dag. Við flökkuðu milli nokkurra minni flugvalla og var þetta beinlýnis til að gefa mér innsýn inn í það sem bíður mín. Hlakka bara til.
Við tók svo flugferð til Osló þarsem flughermirinn beið mín. Fyrsta skiptið var ógeðslega skemmtilegt og maður var eins og fimm ára krakki í leikfangabúð. Það kom mér á óvart að hvað ég var fljótur að ná tökum á vélinni. Bara eftir nokkrar mínútur. Er búinn að fara í 7 skipti núna og hafa öll nema eitt skipti gengið frábærlega. Ég svaf samt ekki dúr í heila viku því ég var alltaf að hugsa um næsta dag. Náði einhvernveginn bara að komast yfir það að þurfa svefn og þjösnaðist í gegnum daginn. Sofnaði fyrst þegar ég kom til Genf síðastliðinn mánudag. Held mig hafi bara vantað konuna við hliðina á mér.
Nú tekur við flughermir á þri og alla daga fram á fös. Þá er próf prófanna. Það verður massað.
Var svo að fá planið fyrir apríl og þar er bara eitt flug planað, lendingarnar mínar 6.apríl. Vona að það verði breyting á því samt.
Nær allur marsmánuður hefur farið í flugherminn með 2 hléum. Í fyrra hléinu fór ég til Köben að heimsækja Haffa og fékk íbúðina hennar Eyrúnar lánaða því hún þurfti að fara til Íslands þessa helgi. Það var æðislega næs að gista í íbúðinni. Var orðinn dáldið þreyttur á hótelum eftir 8 vikur. Seinna hléið er núna í Genf.
Ég fékk að vita að Tromsö verður mitt base. 71 norður, hmmm, bara spennandi. Ég hef líka alltaf vitað það að snjórinn á betur við svona albinóa eins og mig en steikjandi sólin og ströndin. Ég og sólin höfum aldrei verið félagar. Ég+sól=bruni. Einfalt dæmi. Held ég eigi eftir að pluma mig ágætlega þarna. Hef góða tilfinningu fyrir þessu öllu. Stefni á að fara þangað þegar ég er búinn með þjálfunina og leita mér að húsnæði og bíl.
Þetta er allt í bili af Ævintýra Jóni.
Góðar stundir.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.