29.12.2008 | 15:51
Snjóbrettasnillingur
Jú, þið lásuð rétt. Ég er snjóbrettasnillingur. Ég lærði á 2 dögum að renna mér niður snarbrattar brekkur Mont Jura á snjóbretti , meira að segja með vott af virðingu. Það er BARA gaman. Ég er ekki að segja að ég sé tilbúinn í heimsmeistarakeppnina en allt að því. Mikið djöfull þurfti ég bara að fljúga oft á hausinn fyrst. Þetta var bara ein sársaukasigurganga þessa 2 daga en seinni hluta síðari dags náði ég stjórn á helvítinu og það er þrusugóð tilfinning. Mæli með þessu. Eina sem það kostaði voru strengir DAUÐANS næstu daga og vikur. Ég er hreinlega heppinn að geta slegið inn stafi á lyklaborðið vegna strengja í öllum kroppnum. Ég átti bara erfitt með að sofa því ég vaknaði við sársauka í hvert skipti sem ég þurfti að snúa mér. Totally worth it samt.
Jólin er búinn að vera afbragðsgóð þó maður sé fjarri fjölskyldunni. Ég saknaði þeirra afar mikið en náði jólamessunni kl 18 af netinu og lét hana hljóma meðan maður gæddi sér á góðmetinu, við mismikinn fögnuð annara viðstaddra. Þau höfðu meiri skilning á stöðunni þegar ég útskýrði að maður væri háður því að heyra jólamessuna duna yfir jólamatnum.
Við fengum góða heimsókn um jólin frá Richard vini okkar og svo kom 2 vinir Sophiear seinna og gistu hjá okkur eina nótt. Þeir voru á leið til suður Frakklands á skíði. Það var helvíti gaman hjá okkur og nokkur bjór þjóraður þegar margir karlmenn koma saman. Það er magnað hérna í France að það er erfitt að finna í verslunum bjór sem er í stærri einingum en 33 cl. EN auðvitað var hægt að fá minni flöskur, 250 ml ?????? Af hverju ætti einhver að fá sér bjór sem er á stærð við kókómjólk? Það hreinlega borgaði sig ekki að taka upp eina flösku því hún var búin á 3 min. Endaði með því að maður fékk sér alltaf 2 þegar maður náði sér í kaldann í ísskápinn. Skil ekki.
Gott fólk, góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 12:15
Þorláksmessa
Nú er afmælið búið og hægt að einbeita sér að jólaundirbúningi hehe. Þakka fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk á Facebook. Knús til ykkar allra. Systkyni mín eru búin að senda mér afmælis og jólapakka fyrir jólin og verður það ægilega huggulegt að opna pakka frá þeim. Ég fékk Allir litir hafsins eru kaldir og Svartir englar frá þeim. Búinn að heyra mikið af hvorutveggja og hlakka mikið til að horfa á yfir hátíðirnar. Sophie gaf mér líka flotta gjöf. Hún keypti handa mér EINN DAG Í RALLÝBÍL. Jamm, ég fæ kennslu og keyrslu á rallýbíl einhversstaðar í Danmörku. Hlakka ekkert smá til að prófa það.
Þorláksmessa og hér er engin skata. Jafnvel þótt ég hefði flutt hana inn hefði ég ekki fengið neinn til að borða hana með mér. Ég sakna þess frekar mikið núna. Ég hef ekkert alltaf borðað skötu frekar en hákarl en það er eitthvað sem ég vandist bara og get ekki verið án núna. Það einkennilegast með hákarl er að ég þurfti að fara til Danmerkur til að fíla hann. Mér fannst hann ógeð þartil að Hafsteinn fékk hákarl að heiman. Svo yfir meistaradeildinni síðasta vetur var hannaður leikur sem sagði að við urðum að taka bita alltaf þegar Liverpool skoraði. Eftir nokkra leiki var hákarlinn búinn og við orðnir háðir þessu. Liverpool datt fljótlega út eftir það. Held það hafi verið skortur á hákarli bara.
Innilegar jólakveðjur frá Gex í Frakklandi og gæfuríkt komandi ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2008 | 16:26
Veggfóður er uppfinning djöfulsins
...sem segir að ég er að rífa niður ógeðslegt franskt veggfóður í fínu íbúðinni okkar. Erum annars að mála og reyna að koma okkur fyrir. Nýja íbúðin er góð og ódýr en annað mál er með nýja bílinn okkar. Hann er ekki að alveg að dansa á þessum síðustu og verstu. Neitar hreinlega að fara í gang stundum. Búinn að fara á verkstæði og borgaði formúgu fyrir sem bætti ekki neitt. Ekki í góðu skapi þessa dagana því það er ekki hægt að lifa hérna án þess að hafa bíl. Ekki eins og í Köben. Þar eru almenningssamgöngur. Ekki hér. Þetta er dáldið eins og að vera bíllaus um vetur fyrir norðan. Þú ert alveg einangraður.
Svo erum við netlaus og því er ég á eina staðnum í nágrenninu sem er með þráðlaust net. McDonalds. Frakkland er eini staðurinn í heiminum enginn talar ensku á McDonalds. Ég ekki skilja. Sé annars fram á að éta mikið að Makka þartil netið kemur. Vonandi fyrir jól. Er sambandslaus við umheiminn þangað til og það er ekki gaman. Maður er frekar háður netinu og sérstaklega þegar maður er langt frá öllu og öllum og jól á næsta leiti. Erum að vinna í því að fá okkur franskt númer svo maður geti náð sambandi við Gufunes radío.
Skemmtilegar staðreyndir um Frakkland og Genf. 1. World Trade Center er við flugvöllinn í Genf????? Húsið er á stærð við Morgunblaðshúsið. Einhver að misskilja. 2. Allir bankar í Frakklandi eru lokaðir á mánudögum??????? Af hverju myndi einhver spyrja, þar á meðal ég. Ekki hugmynd. Þeim finnst það bara töff. We´re French and we don´t care. (segist með fyrirlitningarsvip og sígarettu í annarri).
Þartil næsta McDonalds heimsókn.
Kveðjur frá Gex(rétt norður af Genf)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 776
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar