Veggfóður er uppfinning djöfulsins

...sem segir að ég er að rífa niður ógeðslegt franskt veggfóður í fínu íbúðinni okkar. Erum annars að mála og reyna að koma okkur fyrir. Nýja íbúðin er góð og ódýr en annað mál er með nýja bílinn okkar. Hann er ekki að alveg að dansa á þessum síðustu og verstu. Neitar hreinlega að fara í gang stundum. Búinn að fara á verkstæði og borgaði formúgu fyrir sem bætti ekki neitt. Ekki í góðu skapi þessa dagana því það er ekki hægt að lifa hérna án þess að hafa bíl. Ekki eins og í Köben. Þar eru almenningssamgöngur. Ekki hér. Þetta er dáldið eins og að vera bíllaus um vetur fyrir norðan. Þú ert alveg einangraður.

Svo erum við netlaus og því er ég á eina staðnum í nágrenninu sem er með þráðlaust net. McDonalds. Frakkland er eini staðurinn í heiminum enginn talar ensku á McDonalds. Ég ekki skilja. Sé annars fram á að éta mikið að Makka þartil netið kemur. Vonandi fyrir jól. Er sambandslaus við umheiminn þangað til og það er ekki gaman. Maður er frekar háður netinu og sérstaklega þegar maður er langt frá öllu og öllum og jól á næsta leiti. Erum að vinna í því að fá okkur franskt númer svo maður geti náð sambandi við Gufunes radío.

Skemmtilegar staðreyndir um Frakkland og Genf.  1. World Trade Center er við flugvöllinn í Genf????? Húsið er á stærð við Morgunblaðshúsið. Einhver að misskilja. 2. Allir bankar í Frakklandi eru lokaðir á mánudögum??????? Af hverju myndi einhver spyrja, þar á meðal ég. Ekki hugmynd. Þeim finnst það bara töff. We´re French and we don´t care. (segist með fyrirlitningarsvip og sígarettu í annarri).

Þartil næsta McDonalds heimsókn.

Kveðjur frá Gex(rétt norður af Genf)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband