Færsluflokkur: Bloggar
29.7.2008 | 17:34
Stórfréttir
Hún Sophie mín var að fá vinnu í Sviss bara í gær. Ég er svo stoltur af kærustunni minni. Hún komst að hjá flugfélagi sem heitir Flybaboo og verður að fljúga Dash 8 Q400.. Það hefur gott orð af sér og er hún með góða tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Við vitum ekkert hvað gerist næst hjá okkur. Reynum bara að spila af fingrum fram þartil eitthvað annað gerist.
Þartil næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 15:26
Heimleið á döfinni
Búinn að kaupa miða heim 22.ágúst. Lending 23:40. Kemst maður bara beint á djammið. Eða kannski bara fara heim, held að aldurinn leyfi ekki annað lengur. Maður er ekki 29 ára lengur. Hef ákveðið að vera allavega fram yfir göngur en áframhaldið er frekar áraðið. Annars er það bara vinna og svefn fram að þeirri stundu.
Bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2008 | 15:39
Spánn Evrópumeistari. Torres hetjan
Spánn vann Þýskaland thank god og aðalmarkaskorari Liverpool reddaði deginum. Mjög sáttur og ekki verra að Þýskaland tapaði. Alltaf sætt.
Sama sagan annars hjá mér. Vinna og sofa. Geri ráð fyrir að koma heim i enda ágúst. Sophie er annars á leið til Þýskalands í próf og viðtal á mánudag og þriðjudag hjá flugfélagi sem heitir Augsburg. Hún er núna að læra eins og brjálæðingur fyrir prófin og vona ég innilega að gangi vel hjá henni.
Hróarskelda er byrjuð, 28 stiga hiti, ég er í Danmörku og er ekki að fara. Hvað er að Jón? Búinn að tala um að fara i mörg ár og núna nýti ég ekki tækifærið. Bara bilun. Kostar samt frekar mikið. 1650 danskar, 30900 íslenskar. Aðeins of mikið fyrir mig sem líklega myndi bara sjá þær sveitir sem mann langar til, láta hitt eiga sig og taka svo lestina heim. Næs. Ó vell, bara næsta ár.
Indtil næste gang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2008 | 19:54
EM og vinna
Nú er hægt að taka gleði sína á ný. EM í fullum gangi og ekki laust við það að maður hafi verið kominn með fráhvarfseinkenni eftir að ensku deildinni lauk. Ég er strax farinn hafa áhyggjur af árinu 2009. Ekkert HM og ekkert EM. Hvað á maður að gera af sér? Neyða sig til að fylgjast með Landsbankadeildinni. Held ekki. Ég held að Spánn verði mitt uppáhaldslið í þessari keppni. Leist vel á mína menn frá Liverpool Torres og Alonso. Veit að Babel og Kyut er í því hollenska en Torres vegur þyngra. Líka gaman að vera á móti Haffa sem gistir hjá okkur Sophie núna því hann er fanatískur Hollandsaðdáandi.
Vinnan heldur áfram og ég svitna eins og svín hérna i hitanum í Köben. Held ég hafi aldrei drukkið jafn marga lítra af vatni á dag á ævinni. Það er brjálað að gera og lítur út fyrir vinnu alla helgina. Annars er spáð rigningu út vikuna og fram yfir helgi. Kannski er sumarið búið og endurtekning á sumrinu í fyrra á leiðinni. Djöfull vona ég ekki. Eyddi síðasta sunnudag á Íslandsbryggju með Haffa og Dabba Grundfirðingi í 28 stiga hita, heiðskýru og mikið svakalega er það næs. Alger pottur þarna og suddalegar gellur. Ussss.
Bogja systir var að segja mér að hún ætli að koma til Köben í haust í skóla og verður fram að áramótum. Hún tekur Dagný með sér og jafnframt búin að plata mömmu til að verða au pair allan tímann. Gamall draumur að rætast hjá gömlu. Betra seint en aldrei. Mér finnst það æðislegt. Snilld að fá hluta af familíunni hingað út. Hlakka mikið til.
Þar til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2008 | 17:21
Flakk og júró
Lífið er u.þ.b. að verða örlítið í fastari skorðum. Ég er búinn að komast að því að við Sophie fáum íbúð i Valby hér í Köben en það verður ekki fyrr en 1. júní. Þangað til fæ ég að vera í gömlu íbúðinni hennar Stine systur Sophiear. Hún var nefnilega að kaupa sér íbúð og búinn að flytja þangað en sú gamla stendur auð út maí og júní. Því get ég verið þar þangað til ég fæ íbúðina í Valby. Sophie er enn i Bornholm en ég er búinn að fá annan herbergisfélaga i staðinn. Hafsteinn vinur er að deila íbúðinni með mér og erum við helvíti góðir saman á sitthvorri vindsænginni.
Við Hafsteinn áttum annars ansi skemmtilegt júróvisjón kvöld. Vorum ekki með neitt planað en svo kom þetta einhvern veginn upp í hendurnar á okkur. Rabbi og Þórdís á Lombardigade buðu okkur að horfa á keppnina sem var afskaplega fallega gert af þeim. Veðjaði meiraðsegja á að Rússar myndu vinna en þetta lag og þessi gaur var með því slakara sem hefur komið fram í Júróvisjón. Og er engin smá samkeppni þar. Þórir bauð okkur svo i partý til Kidda vinar hans á Christianshavn. Það var bara snilld enda afar hýrir menn þar á bæ. Alveg nýtt fyrir mér en helvíti gaman. Þar á eftir fórum við á hommastað niðri bæ og eyddum kvöldinu þar. Það var bara sudda gaman og vil þakka Rabba og Þórdísi og svo Þóri fyrir skemmtilegt kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2008 | 18:06
Kominn með nýja vinnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 17:07
Kominn til Borgundarhólmar
Jæja, hvað skal segja. Ég er kominn til tengdaforeldra minna í Borgundarhólmi. Búinn að vera sveittur við það að kalka gömlu útihúsin og hreinsa til. Gera hluti sem húsbóndinn held ég að hafi ætlað sér að gera í mörg ár. Nota tækifærið á meðan tengdasonurinn er i heimsókn. Mér finnst alger snilld að komast i svona vinnu. Eina vandamálið núna er hitinn og sólin sem eru búin að steikja mig íslendinginn síðustu vikur. Lene mamma hennar Sophiear er ógeðslega góður kokkur og er í fullri vinnu við að dæla í mig mat. Alltaf verið að passa það að maður sé allavega ekki svangur. Jon, er du sulten? Er du sikker? Hvad med kager? Er du sikker?
Sandegaard er orðið mitt lögheimili og verður í sumar óháð því hvort ég búi annarsstaðar. Ég er núna að undirbúa það að koma mér til Köben og finna mér vinnu. Ég er búinn að fá íbúð í sumar og er það vel. Ég er mjög spenntur fyrir því að komast heim í ágúst og sept og flétta göngunum þarna inn á milli. Ætla mér að komast norður í smá veiðivinnu og hitta Tóta og Kiddý. Ekki amalegt það. Og svo á ég eftir að halda uppá þrítugsafmælið mitt. Djöfull, ég fer að falla á tíma. Það verður haldið og engu til sparað þegar ég kem heim. Risapartý. Flugið verður áfram í pásu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.4.2008 | 20:23
Breyting á plani
Ég hef ákveðið að hætta við þetta fallhlífastökksflug. Þetta er búið að vera alltof mikið rugl og ég stend ekki lengur í þessu. Ætla mér að taka smá pásu frá flugi allavega i sumar og gera eitthvað allt annað. Kemur í ljós hvernig það verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 10:03
Blikur á lofti
Nú hef ég loksins komist i samband við umráðamenn flugvélarinnar og hún kemur úr viðgerð líklega á föstudaginn. Þá er bara að klára síðasta flug fyrir próf og svo prófið sjálft. Þar á eftir tekur við Old Buckenham i Englandi. Líklegast kemur með mér strákur sem var þarna i fyrra að fljúga þessari vél og sýnir mér hvernig helstu brögðin eru. Þeir sem ég talaði við í Headcorn um páskana sögðu mjög góða söguna af þessum stað. Vona að þetta verði skemmtilegt.
Við Sophie erum að fara að yfirgefa slotið okkar og búin að panta geymslupláss í geymslyfyrirtæki sem er hérna á Amager. Við erum bæði búin að kíkja á það og lítur mjög vel út. Enda mun ódýrara en að borga húsaleigu á húsnæði sem við munum ekki einu sinni búa í. Við ætlum að reyna að gera þetta áður en ég fer svo hún verði ekki ein i þessu. Búinn samt að semja við nokkra snillinga á Solbakken ásamt Rabba granna að hjálpa okkur svo þetta gangi nokkuð snuðrulaust fyrir sig. Já, alveg rétt, þarf að kaupa bjór. Við eigum eftir að sakna þess að búa hérna því okkur leið vel og þetta er mjög fín íbúð. Bara of dýr fyrir okkur fátæku flugmennina.
Í kvöld er aftur á móti að byrja undanúrslit fyrir mína menn á móti Chelsea einu sinni enn. Við byrjum á Anfield sem mér líst ekkert á. Alltaf betra að enda þar en ekkert við þvi að gera. Ég er frekar kvíðinn fyrir þessum leikjum. Vona samt að Liverpool taki þetta á seiglunni að vanda i þessu Meistaradeildarleikjum. Dáldið eins og íslenska landsliðið. Aldrei hægt að fara auðveldu leiðina að takmarkinu.
Og að endingu........YNWA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 10:04
Þvílík hamingja
Sophie er kominn frá Stokkhólmi og miklu skemmtilegra að vera til. Hún er búinn í þjáfluninni en prófið sjálft er eftir og verður haft samband við hana þegar þeir eru tilbúnir að fá hana. Þangað til verður við saman hérna á Amager eða þangað til ég fer aftur i þjálfun. Ég sjálfur er enn að bíða eftir því að komast i lokatékkinn og próf þar á eftir.
Björgvin frændi var helvíti flottur sem Johnny Cash á Söngvkeppni framhaldsskólana. Hann virtist vera eitthvað rámur og taldi Stína systir að eitthvað hefði fjörið kvöldið áður verið heldur mikið. Það gæti verið sannleikskorn i því hmmmm... Samt stoltur af honum.
Bloggar | Breytt 15.4.2008 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar