Færsluflokkur: Bloggar
12.11.2008 | 11:10
Gabblaraparið að fjölga sér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 16:16
Bæbæ Köben, halló Genf
Þá er endanlega dvöl minni í Kaupmannahöfn lokið. Allavega í bili því ég þori ekki að koma með neinar yfirlýsingar af fenginni reynslu. Nú er kallinn fluttur til Genf og stendur í íbúðaleit þessa dagana. Enn er maður kominn á nýjan stað og enn þarf maður að læra á kerfið uppá nýtt ásamt nýju tungumáli. Jibbí. Yndislegt. Það verður annars rólegt þartil ég byrja að vinna í janúar í Noregi (nýr staður, nýtt kerfi, nýtt tungumál aftur). Hræddastur við að týna mínu persónulega einkenni á öllu þessu flakki. Held í vonina að göngur á Núpsheiði einu sinni á ári nái að sannfæra mig að í raun innan við beinið verður maður alltaf sveitastrákur að norðan. Þeim ætla ég ekki að missa af á meðan ég hef heilsu (Þórarinn, þú gætir þurft að sitja uppi með mig í nokkuð mörg ár í viðbót).
Ég hef ekki hugmynd hvort við Sophie komum á skerið um jólin því hún gæti verið að vinna. Hún fær líklegast tímaskránna sína um mánaðarmót næstu og þá verður tekin ákvörðun. Það yrði þá aðeins annaðhvort jól eða áramót því við vitum að Sophie verður allavega að vinna í annaðhvort skiptið.
Ég er annars nokkuð bjartsýnn á framhaldið. Þetta er búið að vera svakalegt ævintýri og hef það á tilfinningunni að það sé í raun rétt að byrja.
Bloggar | Breytt 11.11.2008 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 13:44
Pabbi minn sjötugur
Pabbi minn var sjötugur á mánudaginn. Ekkii amalegt það. Hann er búinn að vera hérna í Köben í um 2 vikur og erum við feðgarnir búnir að ferðast víða um borgina og mun fróðari um hana og sögu hennar. Höfum við náð að spjalla heilmikið um heima og geima. Pabbi sagði mér líka að Jón Leví Sigfússon afi hafi fæðst 1885. Þetta vissi ég ekki. Ekki langafi heldur afi minn, pabbi pabba míns. Hefur verið kominn vel yfir fimmtugt þegar hann átti pabba og svo 2 í viðbót eftir það. Helvíti hress kallinn. Það er bara kominn pressa á mann sjálfan ef maður á að standa undir nafni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2008 | 13:19
Roadtrip dauðans til Genf
Hefst ferðasagan. Við Sophie hættum við íbúð í Frakklandi sem við ætluðum að leigja vegna þess að Frakkar eru fífl og ákváðum því að leigja í Genf sjálfri þótt það væri dýrara. Vorum búin að panta að skoða 3 íbúðir á föstudegi og ég búinn að panta geymslupláss fyrir dótið okkar. Komumst að því að ódýarsti mátinn til að flytja dótið og ná að geta skoðað íbúðirnar var að keyra draslið niðreftir 1400 km (aðeins) og um 14 tíma akstur samkvæmt Googlemaps. Mig langaði líka að prófa þetta. Gæti verið skemmtilegt.
Fórum á miðv.degi til Bornholm til að ná í dót sem Sophie á og fá lánaðan bíl. Komum aftur um kvöldið. Þá er kominn 1,5 klst í akstri.
Á fim morgun náðum við í kerru kl 0630 sem við svo fylltum af draslinu okkar sem við geymdum í Köben. Svo var lagt af stað til Rödby sem er á syðsta odda Sjálands til að taka ferjuna til Þýskalands. Taka skal fram að hámarkshraði fyrir bíl með kerru er 80 km/klst í Danaveldi og Germaníu. Ekki hægt að fara hratt yfir. Þá var klukkan 12. Jón komst að því að hann gleymdi passanum þegar við biðum eftir ferjunni og því ekkert annað að gera en að snúa við og ná í hann. Góður Jón. Um fjögurleytið erum við komin aftur til Rödby (7 klst í akstri komnar)og komumst loks yfir á meginlandið. Þá tóku við þysku autobanarnir. Þvílík snilld (ef maður kæmist hraðar en 90 þ.e.a.s.). Smellir þér bara upp í 200 ef þú vilt og engin segir neitt. Sá 2 löggubíla allan tímann sem ég var á autobaninum.
Við héldum áfram yfir daginn, fram á kvöld, og svo nóttina. Komum til Basel í Sviss (er á landamærum Þýskalands og Sviss) kl 5 um nóttina. Alltaf hélt Jón áfram að keyra. Þá áttum við bara eftir að fara til Genf. Leit vel út á korti allavega. Samt 3,5 klst eftir og komum til Genf kl 0830 um morguninn. 23,5 klst í akstri non stop.
Þá tók við föstudagur. Það var dagurinn sem við ætluðum ekki að láta fara til spillis. Mættum með draslið í geymsluna. Gengum frá pappírsmálum en höfðum ekki tíma til að byrja á að tæma kerruna. Fengum samt að skilja hana eftir svo við þyrftum ekki að dragast með hana um alla Genf.
Það bjargaði okkur alveg að vera með GPS í miðbæ Genf og Basel. Það er algert helvíti að rata þarna og ekkert system. Svo þarf maður líka að passa sig á sporvögnunum ofaná allt saman.
Fyrsta leigufyrirtækið sem við heimsóttum var búið að leigja út íbúðina sem við ætluðum að kíkja á. Flott, byrjar dagurinn vel. Hefði verið gott að hringja í mann skiluru. Sögðust ekki hafa símanúmerið sem var lygi. Kíktum á aðra kl 11 í staðin sem voru ömurleg. Næst var kl 13 og hún passaði svaka vel. Nálægt flugvellinum, nægilega stór, ný eldhúsinnrétting og ágætlega tilhöfð. Sú kl 15 var ekki spes, sem og kl 19. Það var dömp. Hún var svo slæm að þegar Sophie fór inn í íbúðina á meðan ég var leita að bílastæði fékk ég sms sem sagði að ég ætti bara að ná í hana aftur. Því árangur ferðarinnar 1 íbúð. Sem væri snilld ef það væri sama system eins og heima en þarna fer umsóknin í bunkann og eigandi íbúðarinnar velur svo úr honum. Erum bæði þ.a.l. enn að bíða eftir svari frá leigufyrirtækinu. Krossa fingur.
Í millitíðinni náðum við að setja draslið okkar inn í geymsluna og nú bíður það eftir íbúð eins og við. Allan daginn keyrði ég áfram eins og vindurinn og í ótrúlega góðu ástandi.
Rétt eftir kl 1900 voru komnir 34 klst í akstri án svefns.
Þá var kominn tími til að halda til Basel því þar hafði ég bókað hótel til að auðvelda aksturinn á laugardegi. Við áttum aðeins um 1 klst eftir til Basel þegar ég loks gafst upp. Ég varð að fara út í kant og leggja mig. Ég gat ekki meir. Miðstöðin, rokktónlistin, syngja með. Ég reyndi það allt en varð að lúta í lægri haldi fyrir þreytunni. Ég lagði mig í 1 klst og náði þar með að komast til Basel á hótel kl 0100. 30 og fokking 9 tímar í keyrslu þegar við loksins komum á hótelið og mikið svakalega var ég orðinn steiktur. Djöfulsins rugl. Tókum svo leiðina heim á chillinu og reyndum að njóta útsýnisins á leiðinni.
Taka skal fram að ég þurfti aldrei að nota passan. Týpiskt.
Þetta var svakalegasta keyrsla sem ég hef tekið mér fyrir hendur og ekkert á leiðinni að gera þetta aftur í bráð. En þetta er vissulega gífurlega skemmtilegt eftirá. Næst förum við á BMW og tökum þessa sömu leið á 5 tímum hehe. Svona eins og Rvík-Akureyri.
Öll þreyta var svo fyrir bí þegar heim var komið og bréfið með góðu fréttunum beið mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 08:15
Nýjasti flugmaður Wideroe Flyveselskap í Noregi
Þegar allt er að fara til fjandans á gamla góða skerinu, krónan í óendanlegu base jumpi, endalausar hópuppsagnir hjá flugfélögum, bankastjórarnir(seðlabankastjóri þar með talinn) búnir að sukka með heila þjóð og landið á barmi gjaldþrots læðist fram lítið ljós í myrkrinu. ÉG ER KOMINN MEÐ VINNU HJÁ WIDEROE Í NOREGI. Kallinn er frekar sáttur.
Var að koma úr roadtrippi dauðans frá Köben til Genf og tilbaka (sú saga kemur seinna) þegar ég sá bréf í póstkassanum. Held ég hafi bara hætt að anda þar til 5 mín seinna að ég opnaði umslagið. Var þannig búinn að undirbúa mig undir það versta og hugsaði að þetta ferli færi bara í reynslubankann hjá manni til að nota í næsta skipti en svo kom glaðningurinn. Í bréfinu stóð:"Til hamingju og mættu á námskeið janúar 2009". Gífurlega góð tilfinning enda toppflugfélag sem um ræðir. Gera vel við sitt fólk og skemmtilegar flugvélar. Hlakka mikið til.
Ég er frekar ánægður í dag og verð næstu mánuði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2008 | 21:31
Genf, hír æ kom
Nýjasta nýtt. Erum hætt að við að flytja til France og ætlum til Genf í staðinn. Gáfumst upp á frökkunum. Ætlum að kíkja á 2 íbúðir á fös í Genf og vonandi er það bara málið.
Fylgist spennt með næstu frétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 19:42
Frans, hír æ kom(æ hóp)
Ýmislegt búið að gerast síðan síðast. Ég byrjaði að vinna aftur og var til mánaðarmóta. Við Sophie áttum þá að vera komin með íbúð í Genf. Eiginlega erum við að flytja til Annecy í Frakklandi sem er rétt hinumegin við landamærin því það er bara ódýrara. Nema hvað að þá er það eitthvað að tefjast því frakkar eru ekki auðveldasta fólk við að etja. Endalaus samningamál og rugl. Til að mynda vilja þeir að við höfum ársleigu á reikningi á standby reiðubúið ef eitthvað gerist. Hvað ætti það svosem að vera? Ef þeir skyndilega fatta það að við erum ekki búin að borga leigu í ár, þá ætla þeir að grípa til peningana!! Þetta er náttúrulega bara vitleysa en við erum að reyna að semja við þessa vælandi hvítlaukskrossant. Því erum við hér enn í köben að bíða eftir því að komast suður á bóginn eins og farfuglarnir.
Við fáum lánaðan bíl tengdaforeldranna, leigjum kerru og ætlum að keyra þangað með allt okkar hafurtask. Ég hlakka svakalega til að keyra í Evrópu og fara á roadtrip með gellu undir arminum. Vona bara að þetta gangi í gegn sem fyrst svo eitthvað fari að gerast.
Ég er líka nýkominn úr viðtali hjá Wideroe í Noregi. Til að komast í það náði ég að slá við 35 öðrum norðurlandabúum af 60 í skriflegum prófum. Allt viðtalið var á norsku og það er bara ekki sem verst að skilja hana. Myndi pluma mig vel í Noregi. Allavega er ég ekki á leið heim til Íslands held ég. Krossa fingur því mig langar í þetta jobb.
Þangað til ætla ég að súpa á hvítvíni og maula handarkrikabrauð til að komast í fílinginn.
Hejhej
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2008 | 22:44
Íslandsferð á enda og framtíðin
Nú er Íslandsferðin brátt á enda. Það lítur út fyrir að landið kveðji á sama hátt og heilsan var, með djúpri lægð, 50 m/s, og húðarigningu. Verð samt að segja að það er pínulítið heimilislegt þrátt fyrir að maður sé búinn að bölva þessu í sand og ösku í gegnum tíðina.
Maður er búinn að afreka ýmislegt á þessum tíma. Byrjaði á veiðiferð með félögunum við Hítarvatn og svo göngurnar í kjölfarið sem voru bæðövei snilld að vanda. Restina af tímanum hef ég eytt í að hitta fjölskyldu og vini. Var að sjá 2 litlar frænkur í fyrsta skipti. Þær voru svakalegar dúllur og ég verð nú að viðurkenna að það var vottur af bjölluhljómi hjá kallinum. Ég smyglaði mér líka í óvissuferð flugkennara sem tókst glæsilega. Hitti marga góða vini í gærkvöldi sem ég hef ekki séð lengi og langar mig sérstaklega að þakka Magga og Þóru fyrir að halda þetta. Þið eruð æði.
Veiðiferð í fyrramálið er plönuð í skítaveðri. Verður bara hressandi. Við Sindri verðum bara að hrista þetta af okkur. Tek með mér Jameson pela til að halda á okkur hita. Bara til að halda á okkur hita sko .
Köben tekur svo við á fimmtudaginn. Verður gaman að sjá Sophie mína og familíuna sem er komin út.
Planið er annars(ég læri ekkert af reynslunni af að búa til plön) að vera í Danmörku til 1.okt. og flytja svo til Sviss. Sophie er búin að finna íbúð í þar, samt eiginlega Frakkland því það er ódýrara að búa þar segja þeir. Þetta er í litlum bæ sem heitir Annecy og er yndislegur franskur fjallabær. Hlakka mikið til að sjá þetta allt saman. Hvað ég tek mér fyrir stafni verður spurningarmerki en vonandi næ ég að koma mér í flugjobb þarna einhversstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2008 | 10:40
JIBBÍ. Jón er kominn heim.
Strákurinn kominn á skerið og verður til 18.sept. Fékk þessar rammíslensku móttökur á Keflavíkurflugvelli. Fyrsta haustlægðin. 30 m/s og rigning. Ekkert smá heimilislegt. Ég byrjaði á því að smella mér í veiðiferð upp að Hítarvatni í Borgarfirði með Hauki, Magga, Dóra og Höska. Höski kom samt ekki fyrr en á laugardagskveldi því hann var svo bissí um daginn. Það er bara svo erfitt að sameina dagskrá hjá fólki þegar maður er að umgangast svona heimsfræga leikara. Láttu mig þekkjaða. Við náðum 12 ferlíkum og er nokkuð öruggt að aðrir eins boltar hafi ekki komið fram i mannkynssögunni eins og þarna. Gífurlega velheppnuð ferð og glæsilegt veður þrátt fyrir slæma spá.
Næst er stefnan tekinn á heimahagana og göngur í framhaldi af því. Kem aftur í bæinn 7.sept.
Sjáumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 20:38
Nýtt plan
Viti menn. Það er endalaust Murphys law i gangi hérna. Daginn eftir að ég pantaði miða heim 22.ágúst, fékk ég email um að mæta í próf hjá flugfélagi í Osló 28. agúst. Týpiskt, og það kostar jafn mikið að breyta miðanum eins og að kaupa nýjan og því er fyrri miðinn farinn til spillis. So be it. Ég fer þ.a.l. til Osló 28, tek prófið, kem aftur um kvöldið og flýg heim 29. ágúst í staðinn. Hlakka þvílíkt til að komast heim í norðangarra og rigningu. Bara hressandi.
Anyways, þá erum við nokkrir félagar búnir að plana veiðiferð helgina 30.-31 og verður það brakandi snilld enda góður hópur þar á ferð. Erum meira að segja með sér kokk.
Eftir það verður stefnan tekin á heimahagana í Miðfirði ( og undirbúningur fyrir göngur verður í hávegum hafður þartil við skellum okkur upp á heiði og klárum pakkann með hjálp danskra félaga okkar Hr.Tu Borg og Hr. Carls Berg geri ég ráð fyrir. Standa alltaf við bakið á manni. Það verður endalaus stemning og þetta árið fáum við líka nýjan gangnastjóra. Held samt að sá gamli fái að fljóta með líka ef sá nýi leyfir.
Ég hef jafnframt mikinn áhuga að því að halda partý (kannski late 3 tuga afmæli) á meðan ég er heima, væri það ekki stemmari ?
Er kominn á Facebook, ótrúlegt en satt. Búinn að bölva þessu uppátæki Ameríkana frá því það kom út því hver er eiginlega tilgangurinn með þessu ? Þú beiseklí setur bara nafnið þitt inn á netið og safnar öðrum nöfnum á netinu ! Hvað er svona skemmtilegt við það? Fattaði það ekki fyrr en ég prófaði og sé ekki eftir því. Voða erfitt að lýsa því en þetta er bara skemmtilegt. Gaman að fylgjast með flugliðinu og gömlum vinum.
Ekki meir, gamli þarf í háttinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar