Íslandsferð á enda og framtíðin

Nú er Íslandsferðin brátt á enda. Það lítur út fyrir að landið kveðji á sama hátt og heilsan var, með djúpri lægð, 50 m/s, og húðarigningu. Verð samt að segja að það er pínulítið heimilislegt þrátt fyrir að maður sé búinn að bölva þessu í sand og ösku í gegnum tíðina. 

Maður er búinn að afreka ýmislegt á þessum tíma. Byrjaði á veiðiferð með félögunum við Hítarvatn og svo göngurnar í kjölfarið sem voru bæðövei snilld að vanda. Restina af tímanum hef ég eytt í að hitta fjölskyldu og vini. Var að sjá 2 litlar frænkur í fyrsta skipti. Þær voru svakalegar dúllur og ég verð nú að viðurkenna að það var vottur af bjölluhljómi hjá kallinum.  Ég smyglaði mér líka í óvissuferð flugkennara sem tókst glæsilega. Hitti marga góða vini í gærkvöldi sem ég hef ekki séð lengi og langar mig sérstaklega að þakka Magga og Þóru fyrir að halda þetta. Þið eruð æði.

Veiðiferð í fyrramálið er plönuð í skítaveðri. Verður bara hressandi. Við Sindri verðum bara að hrista þetta af okkur. Tek með mér Jameson pela til að halda á okkur hita. Bara til að halda á okkur hita sko Wink.

Köben tekur svo við á fimmtudaginn. Verður gaman að sjá Sophie mína og familíuna sem er komin út.

Planið er annars(ég læri ekkert af reynslunni af að búa til plön) að vera í Danmörku til 1.okt. og flytja svo til Sviss.  Sophie er búin að finna íbúð í þar, samt eiginlega Frakkland því það er ódýrara að búa þar segja þeir. Þetta er í litlum bæ sem heitir Annecy og er yndislegur franskur fjallabær. Hlakka mikið til að sjá þetta allt saman. Hvað ég tek mér fyrir stafni verður spurningarmerki en vonandi næ ég að koma mér í flugjobb þarna einhversstaðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nonni minn. Orðið "plan" í þeirri merkingu að planleggja eitthvað ætti að vera bannorð hjá þér :)

En vonandi gengur þetta "plan" eftir og vonandi færðu eitthvað að gera þarna suðurfrá.

Palli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband