Frans, hír æ kom(æ hóp)

Ýmislegt búið að gerast síðan síðast. Ég byrjaði að vinna aftur og var til mánaðarmóta. Við Sophie áttum þá að vera komin með íbúð í Genf. Eiginlega erum við að flytja til Annecy í Frakklandi sem er rétt hinumegin við landamærin því það er bara ódýrara. Nema hvað að þá er það eitthvað að tefjast því frakkar eru ekki auðveldasta fólk við að etja. Endalaus samningamál og rugl. Til að mynda vilja þeir að við höfum ársleigu á reikningi á standby reiðubúið ef eitthvað gerist. Hvað ætti það svosem að vera? Ef þeir skyndilega fatta það að við erum ekki búin að borga leigu í ár, þá ætla þeir að grípa til peningana!! Þetta er náttúrulega bara vitleysa en við erum að reyna að semja við þessa vælandi hvítlaukskrossant.  Því erum við hér enn í köben að bíða eftir því að komast suður á bóginn eins og farfuglarnir.

Við fáum lánaðan bíl tengdaforeldranna, leigjum kerru og ætlum að keyra þangað með allt okkar hafurtask. Ég hlakka svakalega til að keyra í Evrópu og fara á roadtrip með gellu undir arminum. Vona bara að þetta gangi í gegn sem fyrst svo eitthvað fari að gerast.

Ég er líka nýkominn úr viðtali hjá Wideroe í Noregi. Til að komast í það náði ég að slá við 35 öðrum norðurlandabúum af 60 í skriflegum prófum. Allt viðtalið var á norsku og það er bara ekki sem verst að skilja hana. Myndi pluma mig vel í Noregi. Allavega er ég ekki á leið heim til Íslands held ég. Krossa fingur því mig langar í þetta jobb.

Þangað til ætla ég að súpa á hvítvíni og maula handarkrikabrauð til að komast í fílinginn.

Hejhej


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Nonni og Sophie - hugsum til ykkar í þessum flutningum á nýjar slóðir - nú er lífið að hefjast fyrir alvöru hjá ykkur hjúum. þú átt eftir að plumma þig vel í Noregi Nonni minn.  Æðislegar kveðjur frá öllum hér í kreppunni - hér er allt á öðrum endanum en við hristum þetta af okkur - nú er bara að sitja á folöld og fjölga merunum !!!  Við pabbi erum sammála um það.

Stína systir

Kristín Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband