Þorláksmessa

Nú er afmælið búið og hægt að einbeita sér að jólaundirbúningi hehe. Þakka fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk á Facebook. Knús til ykkar allra. Systkyni mín eru búin að senda mér afmælis og jólapakka fyrir jólin og verður það ægilega huggulegt að opna pakka frá þeim. Ég fékk Allir litir hafsins eru kaldir og Svartir englar frá þeim. Búinn að heyra mikið af hvorutveggja og hlakka mikið til að horfa á yfir hátíðirnar. Sophie gaf mér líka flotta gjöf. Hún keypti handa mér EINN DAG Í RALLÝBÍL. Jamm, ég fæ kennslu og keyrslu á rallýbíl einhversstaðar í Danmörku. Hlakka ekkert smá til að prófa það.

 Þorláksmessa og hér er engin skata. Jafnvel þótt ég hefði flutt hana inn hefði ég ekki fengið neinn til að borða hana með mér. Ég sakna þess frekar mikið núna. Ég hef ekkert alltaf borðað skötu frekar en hákarl en það er eitthvað sem ég vandist bara og get ekki verið án núna. Það einkennilegast með hákarl er að ég þurfti að fara til Danmerkur til að fíla hann. Mér fannst hann ógeð þartil að Hafsteinn fékk hákarl að heiman. Svo yfir meistaradeildinni síðasta vetur var hannaður leikur sem sagði að við urðum að taka bita alltaf þegar Liverpool skoraði. Eftir nokkra leiki var hákarlinn búinn og við orðnir háðir þessu. Liverpool datt fljótlega út eftir það. Held það hafi verið skortur á hákarli bara.

Innilegar jólakveðjur frá Gex í Frakklandi og gæfuríkt komandi ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, og gleðileg jól!!

Veistu ef þið hefðuð verið hér á Lombardí þá hefði ekki verið spurning um það að þú hefðir komið yfir til okkar að borða skötu....mamma sendi okkur smá bita, þá var hægt að taka á móti jólunum ;)

 Hvar ætlið þið að vera um áramótin?? Kannski að kíkja til okkar í Köben?? Það er nóg af gistiplássi hér...

Hafið það gott!! Kær kveðja Þórdís Hlín

Þórdís Hlín (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband