Gleðifréttir

Við Sophie erum  komin með íbúð. Hún er í franska hlutanum rétt norðan við Genf með útsýni yfir vatnið og í æðislega sætum litlum bæ sem heitir Gex (sjex). Ódýr, góð  og indæl. Afar sátt. Erum líka kominn með forláta Alfa Romeo 164 sem ég náði í til Köben. Datt bara upp í hendurnar á okkur. Hann er á frönskum númerum og var það þvi afskaplega heppilegt. 95 módel með 3 lítra vél en eyðir engu. Tók þýsku autobahnana í nefið. Það var ekki leiðinlegt. Allt að gerast. Flytjum inn í íbúðin á morgun. Gott að geta loksins átt sér samastað. Við Sophie erum búin að búa í ferðatösku á 6 öðrum stöðum á þessu ári. Verður því sjöundi og síðasti í bili allavega. Nenni ekki lengur að búa í ferðatösku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með íbúðina, gamli pönkari! Hlakka til að koma í heimsókn.

Maggi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 21:30

2 identicon

Hæ sæti

Til lukku með íbúðina og gangi ykkur vel að flytja í dag.

Ég fylgist reglulega með þér með aðstoð Veraldarvefsins :o)

Það var gaman að lesa að Haukur og Kolla ættu von á sínu 3ja barni. Ekki það að ég þekki þau persónulega en grunaði strax hvaða Haukur og Kolla þetta eru svo ég varð að fá þetta staðfest hjá vinkonu minni henni Siggu Maju ( hans Hauks ) og hún staðfesti þetta. Gaman að heyra.

 Kærar kveðjur

Þórey Arna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:49

3 identicon

Gott að þið séuð komin með íbúð Nonni minn og að þú sért ekkert að fara flytja neitt á næstu vikum, bara til Norges í janúar. :-)

Ellen (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:06

4 identicon

Snillingur! Til hamingju með þetta.

Haukur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 514

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband