Blikur á lofti

Nú hef ég loksins komist i samband við umráðamenn flugvélarinnar og hún kemur úr viðgerð líklega á föstudaginn. Þá er bara að klára síðasta flug fyrir próf og svo prófið sjálft. Þar á eftir tekur við Old Buckenham i Englandi. Líklegast kemur með mér strákur sem var þarna i fyrra að fljúga þessari vél og sýnir mér hvernig helstu brögðin eru. Þeir sem ég talaði við í Headcorn um páskana sögðu mjög góða söguna af þessum stað. Vona að þetta verði skemmtilegt.

Við Sophie erum að fara að yfirgefa slotið okkar og búin að panta geymslupláss í geymslyfyrirtæki sem er hérna á Amager. Við erum bæði búin að kíkja á það og lítur mjög vel út. Enda mun ódýrara en að borga húsaleigu á húsnæði sem við munum ekki einu sinni búa í. Við ætlum að reyna að gera þetta áður en ég fer svo hún verði ekki ein i þessu. Búinn samt að semja við nokkra snillinga á Solbakken ásamt Rabba granna að hjálpa okkur svo þetta gangi nokkuð snuðrulaust fyrir sig. Já, alveg rétt, þarf að kaupa bjór. Við eigum eftir að sakna þess að búa hérna því okkur leið vel og þetta er mjög fín íbúð. Bara of dýr fyrir okkur fátæku flugmennina.

Í kvöld er aftur á móti að byrja undanúrslit fyrir mína menn á móti Chelsea einu sinni enn. Við byrjum á Anfield sem mér líst ekkert á. Alltaf betra að enda þar en ekkert við þvi að gera. Ég er frekar kvíðinn fyrir þessum leikjum. Vona samt að Liverpool taki þetta á seiglunni að vanda i þessu Meistaradeildarleikjum. Dáldið eins og íslenska landsliðið. Aldrei hægt að fara auðveldu leiðina að takmarkinu.

Og að endingu........YNWA.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Bergmann, glæsilegt blogg hjá þér...

Vildi bara þakka kærlega fyrir varninginn...þetta mun koma sér vel ;)

Við munum nú sakna ykkar héðan af Lombardí þó svo við hittumst ekkert of oft... þið eruð toppnágrannar ;)

Endilega verðum í bandi...hafið það gott og vonandi verðið þið ekki allt of lengi í sitthvoru landinu...

Bið að heilsa Sophie... Kv. Þórdís Hlín

Þórdís Hlín (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 578

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband