Kominn til Borgundarhólmar

Jæja, hvað skal segja. Ég er kominn til tengdaforeldra minna í Borgundarhólmi. Búinn að vera sveittur við það að kalka gömlu útihúsin og hreinsa til. Gera hluti sem húsbóndinn held ég að hafi ætlað sér að gera í mörg ár. Nota tækifærið á meðan tengdasonurinn er i heimsókn. Mér finnst alger snilld að komast i svona vinnu. Eina vandamálið núna er hitinn og sólin sem eru búin að steikja mig íslendinginn síðustu vikur. Lene mamma hennar Sophiear er ógeðslega góður kokkur og er í fullri vinnu við að dæla í mig mat. Alltaf verið að passa það að maður sé allavega ekki svangur. Jon, er du sulten? Er du sikker? Hvad med kager? Er du sikker?

Sandegaard er orðið mitt lögheimili og verður í sumar óháð því hvort ég búi annarsstaðar. Ég er núna að undirbúa það að koma mér til Köben og finna mér vinnu. Ég er búinn að fá íbúð í sumar og er það vel. Ég er mjög spenntur fyrir því að komast heim í ágúst og sept og flétta göngunum þarna inn á milli. Ætla mér að komast norður í smá veiðivinnu og hitta Tóta og Kiddý. Ekki amalegt það. Og svo á ég eftir að halda uppá þrítugsafmælið mitt. Djöfull, ég fer að  falla á tíma. Það verður haldið og engu til sparað þegar ég kem heim. Risapartý. Flugið verður áfram í pásu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður....Ekki gleyma gærunni!!hehehe...ætlar þú ekkert að hitta hana??

Sól (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Svona sól og þú svona mikill bleiknefji eins og ég... Spf 1000... það er eina vitið...

Höskuldur Sæmundsson, 8.5.2008 kl. 19:47

3 identicon

eigum við ekki að skella okkur út að borða næst þegar að þú ert í íslandi

Svana (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 16:13

4 identicon

Takk for sidst söde :) mikið var nú gaman að fá smá sýnishorn af stráknum í Köben um daginn.   Ég sé þig svolítið fyrir mér eins og Daníel í Dalalíf og alveg " I love it" stemmari í gangi..... 

Nú er bara að æfa sig í að "hygge sig" því eins og við lærðum af danska kjánanum á þriðjudaginn er það eitthvað sem ekki skal vanmeta.....

Knús og kram

Hjúkkan (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:14

5 identicon

Er Kaupmannahafnaríbúðin einhversstaðar nálægt þeirri gömlu á Lombardí?? Annars hljómar það mjög vel að vera í Borgundarhólmi... Hafið það gott...

Kv. Dísan

Þórdís Hlín (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 22:55

6 identicon

Takk. Nei, hún er í Valby þessi íbúð. Rétt hjá Valby station. Það er þá bara aðeins lengra i kaffi.

Nonni (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:42

7 identicon

Ertu þá eins og humar á litinn eftir alla sólina?

Haukur (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:30

8 identicon

Hæ, varð að skrifa. Gaman að lesa bloggið þitt, frábært með fallhlífastökkvarann hehe.

kiss kiss

Sæa

Sæa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:42

9 identicon

Blessssssar... sjitt hvað við eigum eftir að sakna Nonnapartýs á júróvision!! meeeen.. Þú verður að kjósa milljón sinnum frá Danmörku svo að við VINNUM! ;) ok?
Víkingur spáir því að ég taki svona blogg-júróvisjón-fyllerí aftur...heheheh..
Risaknús frá mér.

Eibí beibí (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:49

10 identicon

Jæja kallinn.

Það hebbði nú bara verið gaman að fá að hýsa þig í viku í biðbót Nonni minn.

Nú og ef þér leiðist mjög mikið þá ertu alltaf velkominn hingað til Sønderborg í pönnukökur og slátur... já og eitthvað annað.

Ég set link á þína síðu frá okkar lige nu.

Heyrumst góði minn.

Kve,

Pal. 

Palli (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 06:48

11 identicon

Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur í sumar. hafðu það gott í hitanum og sólinni. Kveðja Ellen

Ellen (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Bergmann Sigfússon
Jón Bergmann Sigfússon
Kærastan,flug og enski boltinn i þessari röð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband